Reglur um skólasókn

Reglur um skólasókn Um skólasókn nemenda gilda ţessar reglur: Nemendur skulu sćkja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu. Kennari

Reglur um skólasókn

Reglur um skólasókn

Um skólasókn nemenda gilda þessar reglur:

 1. Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu.
 2. Kennari merkir við í upphafi kennslustundar. Komi nemandi eftir það telst hann koma of seint. Nemandi telst fjarverandi úr kennslustund ef hann kemur eftir að 20 mínútur eru liðnar af kennslustundinni. Sé nemandi fjarverandi hlýtur hann 1 fjarvistarstig. Komi nemandi of seint í kennslustund hlýtur hann ½ fjarvistarstig.
 3. Hámark fjarvistarstiga miðast við vikulegar kennslustundir áfanga (2,5 x vikustundir). Fari nemandi yfir þetta hámark (10 stig í áfanga sem kenndur í 4 stundir á viku og 15 stig í áfanga sem kenndur er í 6 vikustundir) telst hann hættur í áfanganum (fallinn á mætingu).
  Verklegir og próflausir áfangar geta haft aðrar viðmiðunarreglur. Nemendum er gerð grein fyrir þessu í kennsluáætlun áfangans.
 4. Veikindi reiknast ekki til frádráttar á fjarvistarstigum, en undir ákveðnum kringumstæðum er heimilt að taka tillit til þeirra. Það er algerlega á hendi nemenda að koma skýringum á fjarvistum (t.d. vottorðum vegna lengri veikinda) til kennslustjóra.
 5. Skólastjórnendur munu fylgjast með mætingum nemenda og áminna þá sem ekki mæta sem skyldi. Skólinn mun jafnframt hafa samband við foreldra/forráðamenn þeirra nemenda sem ekki eru sjálfráða (16 og 17 ára) fari fjarvistir þeirra úr böndum.
  Fari nemandi yfir hámark fjarvistarstiga mun kennari vísa honum úr áfanga og tilkynna það kennslustjóra.
 6. Nemandi sem fallinn er í áfanga á mætingu getur leitað til kennslustjóra telji hann sig hafa réttmætar ástæður fyrir fjarveru. Ef kennslustjóri tekur skýringar nemanda gildar getur hann, að höfðu samráði við kennara, heimilað nemanda áframhaldandi setu í áfanganum með ströngum skilyrðum.
 7. Undanþága frá þessum reglum er yfirleitt ekki veitt og þá einungis af skólameistara eða aðstoðarskólameistara.

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00