Flýtilyklar

Bókasafn

Bókasafn

  • Bókasafnið er hjarta skólans. Safnkosturinn samanstendur af 11.000 bindum bóka. Auk þess eru tímarit, myndbönd, margmiðlunardiskar og snældur. Safnið er áskrifandi að 95 tímaritum. Á hverju hausti er kennsla í notkun safnsins og mikil verkefna og ritgerðavinna fer þar fram allan veturinn.
  • Samkvæmt talningu á notendum safnsins, sem gerð var vorið 1998, komu yfir 900 manns á dag og það er fullvíst að notendum hefur ekki fækkað síðan þá.

  • Boðið er upp á vinnuaðstöðu í aðalrými og lesstofu. Nemendur hafa aðgang að nokkrum margmiðlunar- og internettölvum og einnig tölvustofu bókasafnsins sem ætluð er fyrir ritvinnslu og heimildaleitir af netinu. Með tölvuvæðingu bókasafnsins í VMA, internettengingu, tölvuveri með prentara, margmiðlun, áskrift að innlendum og erlendum gagnagrunnum og fyrirhugaðri samskrá allra safna á landinu er safnið á góðri leið með að verða miðstöð upplýsingatækni í skólanum.
  • Með tölvuvæðingu bókasafnsins í VMA, internettengingu, tölvuveri með prentara, margmiðlun og samskráraðild að Gegni er safnið á góðri leið með að verða miðstöð upplýsingatækni í skólanum.

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hjá ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00