Fara í efni

FRBV1FR06 - Framreiðsla bókleg og verkleg

Framreiðsla bókleg og verkleg

Einingafjöldi: 6
Þrep: 1
Áfanginn inniheldur þekkingu og þjálfun á grunnþáttum framreiðslustarfsins svo sem móttöku og samskipti við gesti. Rýmisnýtingu við borðauppröðum, þekkingu á öllum helstu hnífapörum, munnþurrkubrotum og dúkastærðum. Grunnþáttum borðlagningar og sölumennsku fyrir grunnmatseðla, samkvæmt fagvenjum og framreiðsluaðferðum. Annast frágang á búnaði að notkun lokinni. Þekkingu á fyrirskurðar-og eldsteikingaráhöldum ásamt aðferðum við helstu hráefni, vinnu í vínstúku áhaldaþekkingu og aðferðafræði. Áfanginn tekur til þekkingar á tölvunotkun við upplýsingaöflun og notkun forrita sem nýtast faginu við utanumhald, gerð HACCP- og stjórnunargátlista. Framreiðslumaður kann siðareglur fagsins.

Þekkingarviðmið

  • að velja lín, áhöld og glös fyrir mismunandi tækfæri
  • að raða upp veitingasal og aðlaga rýmið að fjölda gesta
  • að dúka borð samkvæmt faglegum hefðum
  • að undirbúa á borðlagningu og framreiðslu veitinga
  • að leggja á borð fyrir grunn matseðla með tilheyrandi vínum
  • að taka á móti gestum
  • að taka matar- og vínpantanir
  • að beita sértækum vinnubrögðum, verkfærum og tækjum
  • að ganga frá veitingasal samkvæmt faglegum og/eða stöðluðum hefðum/kerfum, HACCP og gátlistum
  • að framreiða frá bar marskonar veitingar

Leikniviðmið

  • raða upp veitingasal og aðlaga gestafjölda að rými
  • dúka borð samkvæmt faglegum hefðum
  • undirbúa borðlagningu og framreiðslu veitinga
  • leggja á borð fyrir grunn matseðla með tilheyrandi vínum
  • taka matar- og vínpantanir
  • beita sértækum vinnubrögðum, verkfærum og tækjum
  • ganga frá veitingasal samkvæmt faglegum og/eða stöðluðum hefðum/kerfum, HACCP og gátlistum
  • framreiða frá bar
  • nýta tölvur í starfi.

Hæfnisviðmið

  • umgangast fólk og hafa lipurð í mannlegum samskiptum
  • sinna gestum veitingahúsa
  • geta lagt á borð samkvæmt matseðli ásamt glösum fyrir þau vín sem fram verða borin
  • skipuleggja, útfæra og framkvæma grunnþætti í alhliða borðhaldi
  • geta skipulagt vinnusvæði
  • nota tæki og áhöld við fyrirskurð og eldsteikingu
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?