Fara í efni

STÞM1MA25 - Starfsþjálfun 1

Starfsþjálfun MT

Einingafjöldi: 25
Þrep: 1
Starfsþjálfun matartæknanema á 1. þrepi eru 25 feiningar. Áfanginn er reynslutími nemans á viðurkenndum starfsnámsstað og stendur yfir í 12,5 vikur. Á tímabilinu öðlast nemandinn aukna þekkingu, leikni og hæfni í öllum almennum störfum matartækna undir leiðsögn fagaðila. Í áfanganum æfir nemandinn sig í notkun helstu tækja og búnaðar í eldhúsi. Jafnframt beitingu allra helstu matreiðsluaðferða og notkun algengasta hráefnis til matargerðar með áherslu á heilsusamlega og fjölbreytta matargerð og að vinna eftir gæðastöðlum um innra eftirlit, HACCP. Kennari, leiðbeinandi og yfirmaður bera sameiginlega ábyrgð á starfsþjálfuninni. Nemandi skal alfarið fylgja þeim reglum sem viðkomandi starfsnámsstaður setur sínu starfsfólki.

Þekkingarviðmið

  • aðferðum og vinnulýsingum sem lúta að sérhæfðum verkferlum matreiðslu á fyrsta hæfniþrepi
  • tölvukerfi vinnustaðar sem heldur utan um hráefni, uppskriftir, matseðla, innkaup
  • vinnuskipulagi fyrir eigin vinnu og mikilvægi vinnuskipulags á vinnustað
  • vinnu við undirbúning og grunnmatreiðslu, s.s. kalda rétti og salöt
  • skömmtunarfyrirkomulagi vinnustaðar og skammtastærðum
  • móttöku og innra eftirliti vinnustaðar
  • öðrum vottunum s.s. Svansvottun og hvað það felur í sér
  • samskipta ferlum eldhúss við deildir spítalans
  • fyrirkomulagi við innkaup og birgðastjórnun
  • vinnu við frágang, þrif og hreinlætisáætlunum á vinnustað
  • almennri matseðlagerð

Leikniviðmið

  • skipuleggja sérhæfða verkferla í samræmi við fyrirliggjandi verkefni
  • undirbúa salat og kaldar sósur
  • undirbúa og matreiða grænmetis-, grjóna- og pastarétti
  • undirbúa og matreiða alla helstu hádegisverðarétti
  • matreiða helstu íslenska þjóðarrétti
  • undirbúa og matreiða eftirrétti, kalda og heita
  • nota skammtastærðir vinnustaðar
  • leita að matseðlum, hráefni og uppskriftum í tölvukerfi

Hæfnisviðmið

  • útskýra vinnuferla sem byggja á aðferðafræði er lýtur að matreiðslu almenns fæðis með áherslu á fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis
  • skipuleggja verkferla og verkefnalista og vinna eftir þeim í matreiðslu á almennu fæði
  • meta störf sín og annarra í matreiðslu á hlutlægan hátt
  • sýna fram á ábyrgð í umgengni á vinnustað
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?