Fara í efni

MOME2MÁ02 - Matur og menning

matargerðarlist og áhrifavaldar

Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Í áfanganum er fjallað um sögu matargerðarlistarinnar og helstu áhrifavalda hennar. Lögð er áhersla á íslenska matarmenningu sem hluta af ímynd þjóðar. Fjallað er um mismunandi menningarheima og áhrif trúarbragða á matarhefðir og val á hráefni.

Þekkingarviðmið

  • meginstraumum í alþjóðlegri matargerð og áhrifum þeirra á íslenska matargerð fyrr og nú
  • nauðsyn þess að viðhalda íslenskri matarmenningu sem hluta af ímynd þjóðar
  • matarháttum ólíkra menningarheima og áhrifum trúarbragða á matarhefðir og val á hráefni

Leikniviðmið

  • gera grein fyrir einkennum íslenskrar matargerðar sem hluta af ímynd þjóðar
  • gera grein fyrir mikilvægi svæðisbundinnar matarmenningar og tengslum milli menningar og þróunar í matargerð
  • gera grein fyrir matarháttum ólíkra menningarheima og áhrifum trúarbragða á fæðuval og fæðuhegðun

Hæfnisviðmið

  • greina meginstrauma í alþjóðlegri matargerð og meint áhrif þeirra á íslenska matarmenningu
  • greina matarhætti ólíkra menningarheima og áhrif trúarbragða á þá
  • tengja saman menningu og þróun í matargerð
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?