Fara í efni

FFMF2IB04 - Fagfræði, matseðlafræði

FFMF

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Forkröfur: Námssamningur í matreiðslu.
Í áfanganum tengir nemandi saman hugmyndavinnu og raunveruleg verkefni. Nemandi læra á framleiðslustaðla og raunverulegan hráefniskostnað. Nemandi vinna verkefni er tengjast undirbúningi verklegra kennslustunda þar að meðal uppsetningu matseðla og lögð er áhersla á að þeir skili lausnum sem byggja á skilgreindum tímamörkum verklegra kennslustunda. Nemandi eru hvattur til að þróa nýjar hugmyndir, byggðar á sígildri matreiðslu. Nemandi vinnur verkefni sem lúta að framsetningu rétta. Áfanginn er kenndur samhliða VMHE3IB08 og VMKA3IB08

Þekkingarviðmið

  • gerð matseðla
  • mikilvægi matseðils fyrir ímynd og gæðastefnu fyrirtækis
  • réttarheitum og geti búið til lýsandi matseðlatexta
  • sígildum matreiðsluaðferðum
  • réttarheitum

Leikniviðmið

  • vinna í hóp að skilgreindum verkefnum
  • nýta sér vinnuferla er stuðla að öryggi gestsins
  • útfæra nýjar hugmyndir sem byggjast á sígildri matreiðslu
  • stjórnað eldhúsi og unnið eftir fyrirfram gerðu vinnuskipulagi
  • semja matseðla sem er rekstrarlega hagkvæmir og faglega réttir
  • para hefðbundna réttarflokka og réttarheiti
  • áætla hráefni og magn fyrir tiltekið verkefni

Hæfnisviðmið

  • noti fyrirliggjandi þekkingu við úrlausnir verkefna og nýja nálgun þeirra
  • setja saman ýmsar tegundir matseðla
  • forgangsraða verkþáttum á skilvirkan hátt
  • geta skipulagt vinnusvæði og framreiðsluferla með tilliti til þess hvert tilefnið er
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?