Fara í efni

STUÐ1XS01 - Bóknámsstuðningur

Stuðningur við nemendur á starfsbraut

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Forkröfur: Engar, en nemandi þarf að vera skráður í áfanga utan starfsbrautar
Áfanginn er ætlaður nemendum á starfsbraut sem taka áfanga á öðrum brautum. Lögð er áhersla á að auka ábyrgð nemenda á eigin námi og framvindu og efla þar með þátttöku þeirra í skólastarfi. Nemendur fá leiðsögn og aðstoð við námið og að fara eftir kennsluáætlunum.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi þess að vera virkur þátttakandi í skólasamfélaginu
  • mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin námi
  • mikilvægi þess að stunda námið að alúð og fara eftir kennsluáætlunum
  • þeim reglum sem að gilda í skólanum

Leikniviðmið

  • bera ábyrgð á eigin námi
  • fylgjast með framvindu eigin náms
  • fara eftir kennsluáætlunum

Hæfnisviðmið

  • verða öruggari gagnvart námi sínu og starfi í skólanum
  • hafa yfirsýn yfir heimanám og verkefni
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?