Fara í efni

LÍFS1FL01 - Lífsleikni með áherslu á fjölmiðla, tjáningu og samfélagið

fjölmiðlar og líðandi stund

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Í áfanganum er leitast við að styrkja nemandann sem einstakling, námsmann og efla virkni hans í skólasamfélaginu. Lögð er áhersla á að styrkja samkennd nemandans, sjálfstraust og öryggiskennd hans innan og utan skóla. Unnið er með skólareglur, umgengni og námsvenjur. Unnið með mikilvægi þess að taka ábyrgð á sjálfum sér og eigin líðan. Notast við efni úr fjölmiðlum sem úrvinnluþætti og umræðuefni um atburði líðandi stundar og unnið með dægurmál dagsins í dag.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi sjálfstæðis og sjálfsábyrgðar í lýðræðissamfélagi
  • að allir hafa hæfileika og þroskamöguleika
  • mikilvægi þess að axla ábyrgð á sjálfum sér innan og utan skólasamfélagsins
  • fjölbreytileika
  • eigin tilfinningum og skoðunum

Leikniviðmið

  • beita gagnrýninni hugsun
  • virða skoðanir annarra
  • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  • taka þátt í umræðum
  • láta skoðanir sínar í ljós

Hæfnisviðmið

  • skilja mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • átta sig á tengingu á milli réttinda og skyldna
  • átta sig á framsetningu efnis í fjölmiðlum og gagnsemi fjölmiðla
  • taka þátt í lýðræðissamfélagi á virkan og ábyrgan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?