Fara í efni

- Íþróttasálfræði og næring í íþróttum

Einingafjöldi: 5
Þrep: 0
Forkröfur: Hafa lokið áfanganum LÍFF2NÆ05.
Í áfanganum verður fjallað um lykilþætti íþróttasálfræðinnar, áhugahvöt, spennustig, endurgjöf, samskipti, sjálfstraust, ofþjálfun og hugarþjálfun. Einnig verður farið í næringarfræði með sérstakri áherslu á íþróttir og heilsurækt. Ráðleggingar um næringu fyrir mismunandi íþróttagreinar og næringu fyrir, eftir og við átök. Sérþarfir kvenna ííþróttum og sérþarfir ungra íþróttamanna varðandi næringu verður líka skoðuð. Líka verður fjallað um vatn og vökvaþörf og gagnsemi íþróttadrykkja.

Þekkingarviðmið

  • hvernig kvíði, spennustig og sjálfstraust hefur áhrif á frammistöðuna í íþróttum
  • hvernig bregðast skal við ofþjálfun og kulnunar við íþróttaiðkun
  • hvernig áhugahvöt getur haft áhrif á hegðun fólks innan íþrótta
  • næringu íþróttafólks við sérstækar aðstæður s.s byggja upp kolvetnislager, skera sig niður og byggja upp vöðva
  • næringu fólks við sérstækar aðstæður, s.s fólk sem þarf að léttast eða þyngjast

Leikniviðmið

  • vinna að helstu aðferðunum sem beitt er við hugræna þjálfun s.s spennustjórnun, skynmyndanotkun og athyglisstjórnun
  • geta kennt hvernig íþróttaiðkun og almenn líkamsrækt getur haft áhrif á líðan fólks
  • skipuleggja fæði fólks við mismunandi og sérsækar aðstæður

Hæfnisviðmið

  • geta greint hagnýt, flókin viðfangsefni í faglegu samhengi sem geta komið upp í fjölbreyttu starfi við þjálfun
  • taka þátt í umræðum um viðfangsefnin
  • taka upplýsta ákvörðun um hvað sé rétt og hvað rangt tengt viðfangsefnunum í næringunni
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?