Fara í efni

BVAF3GK03 - Gírkassar

Aflrás, gírkassar

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: BVAF2LG05
Fjallað er um hvað geti valdið bilunum eða ótímabæru sliti í kúplingu. Farið er yfir helstu aðgæsluatriði við ísetningu á kúplingu, þ.e. miðstillingu, skekkjur eða kast vélahluta og olíuleka. Kynntar eru mismunandi gerðir færslubúnaðar frá fetli í kúplingu. Gerðar eru athuganir og prófanir á gírkassa og festingum þar sem gírkassi er tekinn úr ökutæki, tekinn í sundur, skoðaður, settur saman, settur aftur í ökutæki og prófaður. Farið er yfir hvernig haga skuli reynsluakstri. Þá er farið yfir skrúffestingar (bolta og rær), stillingar og notkun loftverkfæra. Farið er yfir gerð og virkni helstu gerða drifa og mismunadrifa: hypoid-drif, snigildrif, torsen-drif, drif í sjálfstæðum ási og innbyggt í gírkassa. Skoðuð eru ýmis tilbrigði læsanlegra drifa: tregðulæsing, föst læsing og seigjutengsli. Æfinga í viðgerðum og stillingum á drifum, vinnu tengdri drifum, við driföxla, nafgír, drifliði og öxulþétti ásamt útreikningum á drifhlutfalli. Áhersla er lögð á skaðsemi smurolíu, hættur þegar unnið er undir ökutæki og við meðhöndlun þungra hluta, vinnuhraða og öguð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • tæknilegum aðgæsluatriðum við vinnu við kúplingu og gírkassa
  • öryggisatriðum við vinnu undir bifreið og vinnu við kúplingu og gírkassa
  • mismunandi gerðum færslubúnaðs frá fetli í kúplingar
  • tilgangi drifbúnaðar og mismunadrifs
  • helstu gerðum drifa og mismunadrifa, þ.m.t. læsanlegra eða tregðulæstra drifa
  • olíum sem notaðar eru á drifbúnað

Leikniviðmið

  • meta ástand kúplingar, skipta um kúplingu og stilla
  • taka gírkassa úr ökutæki, taka hann í sundur, gera við eða skipta um íhluti, setja saman og setja aftur í ökutækið
  • sinna reglubundnu viðhaldi
  • endurnýja slitna eða skemmda hluti í drifi og tengdum hlutum: driföxla, nafgír, drifliði, öxulþétti
  • reikna út drifhlutfall
  • skipta út hlutum til að breyta drifhlutfalli

Hæfnisviðmið

  • akstursprófa gírkassa og kúplingu og leggja fyrsta mat á ástand búnaðarins
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?