Fara í efni

HPEM2GB02(CH) - Permanent 3

Grunnbraut

Einingafjöldi: 2
Þrep: 2
Forkröfur: HPEM2GB02BH
Nemandi fær þjálfun og öðlast leikni í hönnun og ísetningu á permanenti miðað við fyrirhugaða útkomu. Kennd er greining hárs og meðferð ýmissa tegunda af permanentefnum. Unnið er áfram með verklýsingar. Kynnt eru grunnatriði varanlegrar sléttunar og mikilvæg atriði við þjónustu permanents og sléttunar. Unnið er bæði með æfingahöfuð og módel.

Þekkingarviðmið

  • útfærslu permanents samkvæmt verklýsingu og óskum viðskiptavina.
  • ýmsum gerðum permanentefna sem unnið er með.
  • vali á spólugerð með hliðsjón af útkomu.

Leikniviðmið

  • gera verklýsingar og spjaldskrár.
  • framkvæma mismunandi upprúll fyrir permanent með tilliti til útkomu.
  • setja permanent í ýmsar síddir af hári með ólíkum aðferðum.
  • meðhöndla hárið á viðeigandi hátt fyrir og eftir meðferð.

Hæfnisviðmið

  • ráðleggja um val og meðhöndlun á permanent efnum.
  • greina ástand hárs og velja efni með hliðsjón af því.
  • meðhöndla hárið á viðeigandi hátt fyrir og eftir meðferð.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?