Fara í efni

IÐNF3FB03(EH) - Iðnfræði háriðna 5

Iðnfræði háriðna

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: IÐNF2FB03DH
Farið er í ýmsa hagnýta hluti sem tengjast starfinu t.d. grunnþætti er varða starfsánægju, starfshvatningu, starfsmannaviðtöl, mun á launþega og verktaka og hvernig brugðist er við erfiðum viðskiptavinum. Ennfremur er farið í almenna upprifjun til undirbúnings fyrir bóklegt sveinspróf. Kynnt notkun og umhirða hárkolla, hártoppa og hárlenginga. Nemendur framkvæma lokaverkefni sem endurspeglar námið í heild. Nemendur læra samvinnu við aðrar fagstéttir og vinna að undirbúningi og frágangi lokaverkefnis sem tengist td. ljósmyndun og/eða hársýningu í samvinnu við aðrar fagaðila innan skólans og utan.

Þekkingarviðmið

  • notkun og umhirða hárkolla, hártoppa og hárlenginga.
  • samvinnu við aðrar fagstéttir.
  • mikilvægi samvinnu við td.ljósmyndara og förðunarfræðinga í að hanna sínar eigin tísku/hár ljósmyndir/sýningu.
  • hönnun og uppsetningu á lokaverkefni.
  • helstu þáttum er viðkoma starfsframa/ starfsánægju hans.
  • skapandi framsetningu myndefnis og texta.
  • mismunandi aðferðum til að kynna sjálfan sig á faglegan hátt.
  • muninum á því að vinna sem verktaki, launþegi eða í stólaleigu.

Leikniviðmið

  • vinna að samvinnuverkefnum með ólíkum fagaðilium.
  • koma fram, kynna sig og verk sín.
  • skipuleggja sig og framkvæma eftir því.
  • setja fram efni á faglegan og skapandi hátt.
  • búa til kynningarefni á mismunandi máta.
  • koma hugmyndum sínum á framfæri við aðra fagaðila svo sem ljósmyndara og förðunarfræðinga og vinna með þeim.

Hæfnisviðmið

  • skipuleggja og framkvæma lokaverkefni.
  • þroskast í starfi og vinna að starfsframa sínum.
  • vinna undir álagi og tímapressu.
  • svara fræðilegum spurningum sem varða fagið og/eða afla sér upplýsinga til þess.
  • velja sér miðil sem hentar framsetningu á lokaverkefninu.
  • vinna hönnunarvinnu í samvinnu við mismunandi fagaðila.
  • veita ráðgjöf um umhirðu aukahárs.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?