Fara í efni

HLIT3FB03(EH) - Hárlitun 5

Verkleg hárlitun

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: HLIT2FB03DH
Nemandinn samþættir kunnáttu og færni frá fyrri stigum námsins til að efla fagmennsku og sjálfstæð vinnubrögð við hárlitun auk faglegs frágangs verksins. Hann þjálfast í beitingu forlitunar, litaleiðréttingar og samspili hárlitar og klippingar þannig að heildarmynd hæfi viðskiptavini hverju sinni. Jurtalitun er kynnt og framkvæmd auk þess sem „new generation“ litir eru notaðir. Unnið er með módel, verklýsing/spjaldskrá gerð fyrir hvern og einn.

Þekkingarviðmið

  • mismunandi tískulitunum og útfærslum þeirra.
  • mismunandi samspili hárlitar og klippingar.
  • ólíkum aðferðum til að ná fram mismunandi birtustigi og dýpt lita.
  • hvað greinir á milli hefðbundinna- „new generation“- og jurtalita.
  • mikilvægi verklýsinga- og spjaldskrárgerðar.

Leikniviðmið

  • lita ólíkar lengdir hárs í takt við ráðandi tískustrauma á módeli út frá eigin hönnun.
  • lita módel samkvæmt óskum þess og gera verklýsingu fyrir verkið.
  • velja, blanda og bera jurtaliti í hár.
  • gefa ráð um val á lit með mismunandi litaaðferðum með hliðsjón af litarhafti viðskipavinar.

Hæfnisviðmið

  • beita öllum helstu áhöldum við framkvæmd hárlitunar.
  • ráðleggja um val á lit.
  • beita fjölbreyttum aðferðum og tækni við hárlitun.
  • velja umhverfisvænni liti þar sem við á og mögulegt er.
  • halda spjaldskrá um viðskiptavini.
  • ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?