Fara í efni

ÖRSF1HV03 - Öryggi, heilsa og umhverfi

heilsu- og vinnuvernd

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum er farið yfir vinnuverndarmál almennt. Fjallað er um skipulag vinnuverndar, samskipti á vinnustað, hollustuhætti, vísun í lög og reglugerðir, meðferð hættulegra efna, vinnustellingar (hreyfifræði), atvinnusjúkdóma, eldvarnir og helstu orsakir vinnuslysa. Nemandinn kynnist m.a. hugtakinu sjálfbærni og hvaða þýðingu það hefur fyrir umhverfi og atvinnulíf, merkjakerfi kranastjórnenda og verkferlum og undirbúningi þeirra.

Þekkingarviðmið

  • vinnulöggjöf og ábyrgð sinni á vinnustað
  • mengunarvöldum í umhverfi sínu
  • aðbúnaði og hollustuháttum á vinnustöðum
  • hugtakinu sjálfbærni og þýðingu þess fyrir umhverfi og atvinnulíf
  • fallvarnarbúnaði og fallvörnum
  • merkjakerfi kranastjórnenda
  • undirbúningi verkferla
  • mikilvægi þess að inn í öllum verkferlum sé tekið mið af heilsu, umhverfi og öryggi
  • töflum um hífingabúnað

Leikniviðmið

  • nota persónuhlífar og öryggisbúnað
  • undirbúa og skipuleggja verkferla m.t.t. heilsu, öryggis og umhverfis
  • velja búnað til hífinga
  • nota merkjakerfi kranastjórnenda
  • lesa styrk úr töflum og það álag sem búnaður til hífinga þolir
  • nota keðjutalíur við hífingar hluta að 2000 kg

Hæfnisviðmið

  • velja réttan öryggisbúnað og persónuhlífar
  • meta þyngd hluta og áhrif þyngdarpunkts við hífingar
  • meta hættu sem skapast vegna fallandi hluta
  • tryggja öryggi á vinnusvæði á viðeigandi hátt
  • meta hvort verk skapi hættu fyrir umhverfi eða fólk
  • meta ástand á t.d. stroffum, keðjum, vírum og hífingarbúnaði
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?