Fara í efni

VFFM1BK10 - Starf kjötiðnaðarmanns og bakara

bakstur, hráefni, innkaup, kjötiðn

Einingafjöldi: 10
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Nemandinn fær kynningu á starfi kjötiðnaðarmanna og bakara, forsendum og aðbúnaði starfa þeirra. Nemandinn tekur þátt í úrbeiningu og úrvinnslu á kjöti og kjötvörum og er þjálfaður í notkun helstu áhalda. Farið er í gegnum mismunandi brauð- og kökutegundir ásamt skreytingum á þeim sem hæfa hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulegt hreinlæti skv. HACCP skilgreiningum, sjálfstraust og samskiptahæfni.

Þekkingarviðmið

  • því umhverfi sem kjötiðnaðarmenn og bakarar vinna í
  • fjölbreyttu hráefni sem unnið er með og mikilvægi þess að velja rétt hráefni fyrir tiltekið verkefni
  • nauðsyn þess að umgangast hráefni eftir viðurkenndum aðferðum m.t.t. geymslu, kælingar og útbreiðslu örvera
  • grunnvinnslu kjötvara, hlutun og hagnýtingu sláturdýra
  • mismunandi bakstursaðferðum s.s. brauðgerð, hrærðum, þeyttum og hnoðuðum brauðum og kökum
  • mikilvægi hreinlætis og að farið sé eftir öllum reglum við þrif skv. HACCP stöðlum

Leikniviðmið

  • vinna með tæki og áhöld sem notuð eru í kjötvinnslum og bakaríum undir leiðsögn tilsjónarmanns
  • velja viðeigandi hráefni fyrir tiltekið verkefni
  • aðstoða við að útbúa helstu framleiðsluvörur
  • beita grunnaðferðum við úrbeiningu á lambi
  • beita öllum helstu bakstursaðferðum
  • vinna rétt með hráefni bæði á úrvinnslu-, og fullvinnslustigi með t.t. kælingar og geymsluskilyrða
  • þrífa og sótthreinsa vinnusvæði í lok vinnudags skv. HACCP skilgreiningum

Hæfnisviðmið

  • afla sér frekara náms í bakstri og kjötiðn
  • vinna einföld grunnstörf í bakstri og kjötiðn
  • skilja til hvers er ætlast af þeim sem vinna við störf í bakstri og kjötiðn
  • vinna með helstu áhöld og tæki sem notuð eru við störf í bakaríum og kjötvinnslum
  • ganga rétt um og frá því hráefni sem verið er að meðhöndla hverju sinni
  • gæta að eigin hreinlæti og því hreinlæti sem krafist er (HACCP) í matvælagreinum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?