Fara í efni

SÁLF2SF05 - Almenn sálfræði

mannlegt eðli, nám og minni, sálfræðingar, sálfræðistefnur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Þetta er grunnáfangi í sálfræði og ætlað að kynna nemandanum fræðigreinina sálfræði, eðli hennar, sögu og þróun. Helstu sálfræðistefnur eru kynntar og grunnhugtök. Þá er fjallað um starfssvið sálfræðinga og helstu undirgreinar. Nemandi kynnist rannsóknaraðferðum sálfræðinnar bæði bóklega og verklega. Fjallað er sérstaklega um námssálfræði bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt og nemendur læra um mismunandi tegundir náms og minnisaðferðir. Fjallað er um samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga, sjálfsmynd, mannleg samskipti, þróun náinna sambanda og almennt um mannlegt eðli. Áhersla á að tengja sálfræðina reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans, rökhugsun, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • þróun fræðigreinarinnar sálfræði
  • grundvallarhugmyndum sem móta kenningar í sálfræði
  • helstu frumkvöðlum í greininni
  • víðfeðmi sálfræðinnar og helstu undirgreinum hennar
  • hagnýtu gildi sálfræðinnar
  • leiðum sálfræðinnar til að útskýra hugsun, hegðun og tilfinningar manneskjunnar
  • mótunaröflum einstaklinga og hópa

Leikniviðmið

  • lesa í og skilja umfjöllun um helstu hugmyndir sem mótað hafa sálfræðina
  • beita algengustu hugtökum sálfræðinnar á skýran og skilmerkilegan máta
  • skoða sína eigin hegðun og annarra út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
  • skoða eigin hugsun og tilfinningar út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
  • tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt

Hæfnisviðmið

  • skilja mótunaráhrif umhverfisins á sjálfan sig og aðra
  • skilja samspil hegðunar, hugsunar og tilfinninga
  • geta með einföldum hætti yfirfært sálfræðilega þekkingu á eigin sjálfsmynd
  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
  • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
  • framkvæma einfalda rannsókn og átta sig á helstu niðurstöðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?