Fara í efni

UPPE2UK05 - Saga, samskipti og skóli

kennismiðir, samskipti og skóli, uppeldis- og menntunarfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Í áfanganum er lögð áhersla á kynningu á fræðigreininni uppeldis- og menntunarfræði, fjallað um sögu og hagnýtingu. Hugtakið uppeldi er tekið til umræðu og gildi uppeldis fyrir einstakling og samfélag. Mismunandi viðhorf til mannlegs eðlis eru skoðuð í ljósi mismunandi viðhorfa til uppeldis og menntunar í Evrópu síðustu aldir. Nemendur kynnast hugmyndafræði og uppeldisaðferðum nokkurra þekktra uppeldisfræðinga sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf í Evrópu. Þeirra á meðal eru Rousseau, Vygotsky, Fröbel, Margrét Pála, Montessori og Dewey. Nemendur læra um þroskaferil barna og unglinga, áherslur á þróun sjálfsins, vitsmuna-, siðgæðis- og félagsþroska. Má þar nefna Piaget, Freud, Kohlberg og Selman. Fjallað verður um kynhlutverk og helstu birtingamyndir s.s. í fjölskyldum, fjölmiðlum, auglýsingum o.s.frv. Mikilvægi hreyfingar, næringar og svefns fyrir börn og unglinga. Samskipti og breytingar í lífi fjölskyldunnar eru skoðaðar og samskipti almennt t.d. í vinahópum, íþróttafélögum og skólum. Mikilvægt er að nemandinn fái þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum við að leita upplýsinga, vinna úr gögnum, kynna niðurstöður skriflega og/eða munnlega, einnig er lögð áhersla á samvinnu.

Þekkingarviðmið

  • jákvæðum og uppbyggjandi samskiptum
  • gildi uppeldis fyrir einstakling og samfélag
  • aðalatriðum í sögu uppeldis og menntunar
  • grundvallarhugmyndum nokkurra uppeldisfræðinga
  • leiðum til að útskýra þroskaferil barna
  • kynhlutverkum og áhrifum samfélagsmiðla
  • mikilvægi alhliða hreyfingar og heilbrigðra lífshátta
  • mikilvægi jákvæðra samskipta í fjölskyldum og samfélaginu almennt
  • meginþáttum í leikskólastarfsemi

Leikniviðmið

  • miðla eigin hugmyndum um uppeldi
  • meta ólík sjónarmið til uppeldisaðferða
  • greina áhrif auglýsinga, kvikmynda, tónlistar o.fl. á hugmyndir um staðalmyndir og kynhlutverk
  • skoða mismunandi framboð á íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga
  • greina vandamál sem koma upp í samskiptum barna, unglinga og fullorðinna
  • skoða innra starf leikskóla

Hæfnisviðmið

  • leggja gagnrýnið mat á hvað er líklegt til árangurs í uppeldi barna og unglinga
  • hagnýta þær kenningar sem fjallað hefur verið um og sett fram í raunhæfum verkefnum
  • yfirfæra umfjöllun um áhrif samfélagsmiðla á eigið líf
  • leysa þau vandamál sem upp geta komið í samskiptum á ábyrgan hátt og setja sig í spor annarra
  • taka þátt í málefnalegum umræðum um uppeldi og færa skýr rök fyrir afstöðu sinni
  • meta eigin frammistöðu og vinnuframlag sem og annarra á gagnrýninn hátt og setja fram þekkingu sína í ræðu og riti
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?