Fara í efni

STÆF3HD05 - Heildun og diffurjöfnur

diffurjöfnur, heildun, raðir, runur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆF3FD05
Meginefni áfangans eru heildun, heildunaraðferðir, flatarmáls- og rúmmálsreikningur með heildi, diffurjöfnur af fyrsta stigi, runur og raðir. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Heildun, stofnföll, óákveðið og ákveðið heildi. Reiknireglur fyrir heildi. Flatarmál svæða sem afmarkast af gröfum falla reiknað með heildun. Heildunaraðferðir, s.s. innsetning, hlutheildun og liðun í stofnbrot. Rúmmál snúðs þegar snúið er um x –ás. Tengsl diffrunar og heildunar. Diffurjöfnur: Fyrsta stigs diffurjöfnur af ýmsum gerðum, s.s. óhliðraðar og hliðraðar, aðskiljanlegar breytur. Notkun diffurjafna við lausn hagnýtra dæma af ólíkum toga. Runur og raðir: Endanlegar og óendanlegar runur og raðir. Mismuna- og kvótarunur og -raðir. Samleitnar, óendanlegar kvótaraðir. Hagnýting runa og raða í verkefnum tengdum fjármálum og náttúruvísindum. Sannanir með stærðfræðilegri þrepun. Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, röksemdafærslur og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.

Þekkingarviðmið

  • stofnföllum falla og heildunarreikningi
  • helstu reglum um óákveðið og ákveðið heildi
  • ýmsum aðferðum við heildun
  • diffurjöfnum af fyrsta stigi
  • endanlegum og óendanlegum runum og röðum
  • tengslum diffrunar og heildunar

Leikniviðmið

  • finna stofnföll og beita heildunaraðferðum til að heilda flóknari föll
  • reikna ákveðin heildi og finna flatarmál og rúmmál með heildareikningi
  • greina á milli ólíkra gerða fyrsta stigs diffurjafna og leysa þær með viðeigandi aðferðum
  • vinna með mismuna- og kvótarunur og -raðir
  • nota þrepunarlögmálið til þess að sanna að fullyrðing gildi um allar náttúrulegar tölur

Hæfnisviðmið

  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • velja viðeigandi aðferðir til að leysa verkefni og beita þeim rétt
  • skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum
  • fylgja og skilja röksemdafærslu í mæltu máli og í texta
  • leysa margvísleg viðfangsefni í öðrum námsgreinum og daglegu lífi
  • leysa hagnýt dæmi þar sem nota má heildun, diffurjöfnur eða runur og raðir
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?