Fara í efni

ÍSLE2HS05(AV) - Ritun og málnotkun

heimildavinna, málnotkun, ritun, setningafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ÍSLE1FL05 eða fullnægjandi árangur úr grunnskóla að mati skólans.
Í þessum áfanga er unnið með grundvallarhugtök ritunar og málnotkunar. Auk þess verður farið í meðferð og notkun hjálpargagna og heimilda í tengslum við ritgerðarsmíð. Fjallað verður um mismunandi birtingarform texta eftir miðlum og skrifaðar ólíkar gerðir ritsmíða, m.a. heimilda- og rökfærsluritgerðir þar sem nemendur hafa ákveðið val um viðfangsefni. Unnið með grunnhugtök í málfræði, setningafræði og stafsetningu og mismunandi málsnið og stílbrögð í tengslum við ritun. Nemendur vinna og kynna munnlega eigin verkefni, hver fyrir sig og/eða með öðrum. Áhersla á fjölbreytt og skapandi verkefni sem reyna á sjálfstæð vinnubrögð og mismunandi hæfni nemenda, auka víðsýni og gagnrýna hugsun.

Þekkingarviðmið

  • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
  • orðaforða sem nægir til að skilja íslenskt nútímamál í ræðu og riti
  • uppbyggingu rökfærsluritgerða
  • málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
  • notkun hjálpargagna og heimilda og mati á gildi heimilda
  • uppsetningu og frágangi heimilda

Leikniviðmið

  • rita rökfærsluritgerðir sem krefjast gagnrýninnar hugsunar
  • nota hjálpargögn við frágang ritsmíða
  • nota heimildir af ýmsu tagi og flétta efni þeirra saman við eigin viðhorf og ályktanir á heiðarlegan hátt
  • nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli
  • flytja munnlega efni af ýmsu tagi og ræða eigin niðurstöður og annarra með málefnalegum hætti
  • beita málfræðihugtökum og nota málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni

Hæfnisviðmið

  • nýta málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni
  • byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
  • taka þátt í málefnalegum umræðum
  • styrkja eigin málfærni, t.d. með því að nýta handbækur um málfar og málfræði
  • sýna töluverð tilbrigði í málnotkun
  • beita skýru, vönduðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
  • vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?