Fara í efni

ENSK2MK05 - Menning og málnotkun

bókmenntir, kvikmyndir, menning, málnotkun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ENSK2LS05 eða sambærilegur áfangi á 2. þrepi
Áhersla er lögð á að nemandi verði vel læs á flóknari texta en í undanförum. Hann fær þjálfun í að tileinka sér grunnorðaforða mismunandi menningarsvæða, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Áhersla er lögð á lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Unnið með ýmis bókmenntaverk, kvikmyndir, heimildamyndir, fréttaefni o.fl. sem túlkað verður út frá menningarlegu samhengi. Nemandinn vinnur í auknum mæli sjálfstætt að stærri ritunarverkefnum og viðameiri verkefnum svo sem kynningum á þematengdu efni sem fela í sér öflun upplýsinga á bókasafni og af neti. Unnið er markvisst að því að efla sjálfstæði nemanda í námi.

Þekkingarviðmið

  • helstu menningarsvæðum þar sem enska er notuð sem móðurmál eða fyrsta mál
  • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem enska er notuð
  • orðaforða til daglegrar notkunar á mismunandi menningarsvæðum

Leikniviðmið

  • lesa fjölbreytta texta sér til gagns og ánægju
  • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
  • greina og skilja málfarsmun á mismunandi málsvæðum
  • tjá sig munnlega, skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
  • tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt

Hæfnisviðmið

  • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda og annað efni
  • taka þátt í skoðanaskiptum
  • færa rök fyrir máli sínu
  • tjá sig skýrt fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem hann hefur kynnt sér
  • skrifa formlegan og óformlegan texta og beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
  • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?