Fara í efni

DAGL1FS09 - Daglegt líf - Félagslíf og samfélagið

Félagslíf og samfélagið

Einingafjöldi: 9
Þrep: 1
Áfanginn er samþættur, með það að markmiði að auka skilning og færni nemenda í félagsmótun og gagnrýnni hugsun, auka sjálfstæði í vinnubrögðum og úrræðasemi miðað við þær aðstæður sem myndast geta í daglegu lífi. Stuðst er við sex meginstoðir menntunar eins og þær koma fram í nýrri Aðalnámskrá framhaldsskóla – Læsi í víðum skilningi, menntun til sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og skapandi starf. Nemendur læra að nýta upplýsingatækni í námi sínu, þjálfast í að vinna með öðrum, þurfa að sýna frumkvæði og læra að bera ábyrgð á eigin námi. Áfanginn byggist alfarið á verkefnavinnu, einstaklings-, para- og hópverkefni, þar sem áhersla er lögð á framkomu, tjáningu og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum ásamt leikni í daglegum samskiptum. Nemendur fá einnig aðstoð við heimanám og verkefnavinnu sem tengjast öðrum áföngum sem þeir eru skráðir í.

Þekkingarviðmið

  • íslensku samfélagi og samfélagsgerð
  • á helstu hugtökum, viðfangsefnum og orðfæri daglegs lífs
  • ólíkum grunngildum og siðferði í samfélaginu
  • þeim þáttum sem móta samfélagið, bæði innan skólans og utan.

Leikniviðmið

  • setja fram á skýran og skapandi hátt efni og upplýsingar.
  • notkun internets til upplýsingaleitar, uppbyggilegra samskipta og úrlausna verkefna af ýmsum toga.
  • að skoða og meta ólíkt gildismat og viðhorf með tilliti til samhengis orsaka og afleiðinga.
  • skipuleggja tíma sinn á raunhæfan hátt, hvort sem er gagnvart skóla, vinnu eða daglegu lífi.

Hæfnisviðmið

  • auðga og þroska samskiptahæfni sína, bæði í persónulegum samskiptum og við formlegri aðstæður.
  • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og geta sett sig í spor annarra.
  • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?