Fara í efni

SVIÐ3SL05 - Sviðslistamenn

Sviðslistamenn

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SVIÐ2LS05, SVIÐ2ÚT07 og SVIÐ2SY07
Í áfanganum er fjallað um sviðslistir út frá ólíkum sjónarhornum. Lögð er árhersla á að nemendahópurinn móti sýningu út frá skilgreindri hugmynd. Nemendur fá að kynnast mismunandi nálgun ólíkra sviðslistamanna s.s. leikskálda, leikstjóra, danshöfunda, gjörningalistamanna. Þá verður einnig leitast við að veita innsýn í vinnu annarra fagstétta s.s. búninga- og sviðsmynda-hönnuða, ljósa-og hljóðmanna, tónlistarstjóra, sýningarstjóra o.s.frv. Nemendur vinna að uppsetningu sviðslitaverks undir faglegri handleiðslu kennara og fagfólks innan sviðslista.

Þekkingarviðmið

  • Þeim fjölmörgu verkum sem þarf að vinna í leikhúsi/sýningarrýmum í aðdraganda sýninga,
  • hvernig hægt er að hugsa leikverk út frá mismunandi sjónarhornum þeirra listamanna sem að uppsetningunni koma,
  • því ferli sem hefst með hugmyndavinnu í hóp og lýkur með skrifum á einföldu handriti,
  • mikilvægi þess að hafa yfirsýn yfir hið margþætta vinnuferli sem liggur að baki uppsetningu sviðsverks,
  • hvernig hugmyndavinna að sviðsmynd, búningum, lýsingu og hljóði fer fram og hvaða hlutverki þessir þættir gegna í sýningunni,
  • mikilvægi opins huga og viðhorfa til að viðhalda skapandi vinnuumhverfi.

Leikniviðmið

  • Setja saman einfaldan texta og útfæra hugmyndir sýnar út frá þeim ólíku listgreinum sem mætast í sviðslistum,
  • nota líkama, sviðsmynd, leikmuni, ljós og hljóð til að hafa áhrif á og „mynda pensilfar í rými”,
  • koma eigin hugmyndum á framfæri innan leikhóps og vinna þeim brautargengi,
  • beita tungumáli leikhússins og taka þátt í leikhúsumræðu.

Hæfnisviðmið

  • Taka þátt í samræðum á faglegum grundvelli um þau ólíku listform sem fram koma í ólíkum sviðslistaverkum,
  • vera virkur þáttakandi í hugmyndavinnu í stórum og litlum hópum,
  • rökstyðja listrænar ákvarðanir sínar,
  • beita fagmáli í samskiptum við fagfólk innan sviðslista,
  • vinna jöfnum höndum með þau ólíku listform sem notuð eru innan sviðslista,
  • geta upplifað, notið og greint hefðbundin og óhefðbundin sviðslistaverk útfrá innsýn sinni í listræna og hagnýta vinnu,
  • vinna í dýnamísku og síbreytilegu umhverfi skapandi starfs.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?