Fara í efni

SVIÐ1LT05 - Líkamsþjálfun-Tækni

Líkamsþjálfun og tækni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Áfanginn miðar að því að nemendur öðlist innsýn og þjálfun þegar kemur að líkamanum sem miðli í sviðslistum. Reist er undirstaða undir líkamlega tækniþekkingu nemandans í gegnum dans, radd og leikþjálfun. Áfanganum er skipt upp í þrjá hluta, dans, rödd og leiktúlkun, umsjón er í höndum fagfólks í hverri grein. Í danshlutanum er unnið með rými, rythma, dýnamík og form. Þeir möguleikarnir sem líkaminn bíður uppá eru rannsakaðir og unnið með þá mismunandi krafta sem liggja að baki hreyfingu og takttegunda. Byggt er á kenningum Ruth Zaphora, Aktion Theatre, með notkun orða og hljóða og tengingu við dans leikhús. Í raddhlutanum er fjallað um hljóðmótun og grunnþætti heilbrigðrar raddbeitingar. Kenndar eru aðferðir og æfingar til að ná valdi á öndun, tónmótun og dýnamík. Fjallað er um aðferðir við að vinna texta til flutnings, allt frá textaskilningi til framsagnar. Einnig verður unnið með röddina í gegnum tónlist. Byggt er á Complete Vocal Technique aðferðinni. Í leikhlutanum verður lögð áhersla á að kynna þau grunnhugtökum sem notuð eru í vinnu leikarans við persónusköpun. Lögð er áhersla á áræðni, samvinnu og styrkleika hvers og eins nemanda sem leikara. Byggt er á helstu kenningum vestrænnar leiklistar s.s. kerfi líkamlegra gjörða - Stanislavsky.

Þekkingarviðmið

  • Þeim hugtökum í dansi er varða grunnhreyfiform s.s. göngu, hlaupi, valhoppi og fjöðrun,
  • krafti og gæðum hreyfinga út frá formi og dýnamík,
  • líkama mannsins sem miðli í dansleikhúsi,
  • virkni raddarinnar sem líffæris og hljóðfæris listamannsins,
  • helstu þáttum heilbrigðrar raddbeitingar,
  • vinnu með bundinn og óbundinn texta á leiksviði,
  • mikilvægi grunntækni í starfi leikarans sem skapandi listamanns,
  • samspili tækni og listrænnar útfærslu á sviði út frá sjónarhóli leikarans,
  • verklagi leikarans út frá handritavinnu.

Leikniviðmið

  • Beita líkamanum á markvissan hátt í rými útfrá takti, formi og dýnamík,
  • að nota nótnaskrift grunnhreyfiforma,
  • beita tjámáli dansins í sviðslistaumhverfi,
  • nota röddina á heilbrigðan hátt og taka ábyrgð á eigin raddbeitingu,
  • greina bundinn og óbundinn texta til túlkunar og flutnings,
  • setja í samhengi rödd, líkama og texta til túlkunar leikverka,
  • hita upp líkama, rödd og huga til undirbúnings beitingar hreyfi-, sviðs- og raddtækni.

Hæfnisviðmið

  • Tjá sig á fagmáli um rétta líkams og raddbeitingu og starf leikarans,
  • vinna stutt dansverk út frá þema og rými,
  • tjá sig um ólík dansverk, af ólíkum toga og uppruna,
  • flytja bundinn og óbundinn texta á áhrifaríkan og blæbrigðaríkan hátt,
  • þekkja og geta tjáð sig um rétta líkams- og raddbeitingu,
  • undirbúa og flytja 10 mínútna senu sem unnin er í hóp,
  • greint texta út frá ásetningi og kringumstæðu persónu í leikverki,
  • blanda saman hreyfingu, rödd og leiktækni og móta úr því stutta semfellda senu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?