Fara í efni

HRÁF2VÞ06 - Hráefnisfræði fyrir verslunarþjóna

Hráefnisfræði fyrir verslunarþjóna

Einingafjöldi: 6
Þrep: 2
Í áfanganum er fyrst og fremst fjallað um kjöt- og fiskiðnað á Íslandi. Farið er í kælingu, frystingu, geymsluaðferðir og umbúðir fyrir hinar ýmsu kjöttegundir. Nemendur læra um heilbrigðis- og gæðamat á kjöti og kjötvörum. Fjallað er um efnafræði kjötsins og vatnsbindigeta þess. Fjallað er um meyrnun og meyrnunartíma og meyrnunaraðferðir. Einnig öðlast nemendur grunnþekkingu á uppruna, meðhöndlun vörunnar og um bestu geymsluskilyrði fyrir ávexti, grænmeti, mjólkurmat, osta, brauð o.fl.

Þekkingarviðmið

  • hráefnisfræði varðandi kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, brauð og mjólkurmat,
  • meðhöndlun hráefnis miðað við mismunandi aðstæður viðskiptavinar,
  • umgengni um matvæli í kæli og frystiborðum.

Leikniviðmið

  • velja, meðhöndla og skila frá sér hráefni af fagþekkingu í samræmi við óskir viðskiptavina,
  • veita viðskiptavinum faglegar upplýsingar eftir aðstæðum hverju sinni og í samræmi við óskir þeirra,
  • spyrja viðskiptavininn um hvað hentar hverju sinni, taka frumkvæði og leiðbeina um ólíka möguleika á samsetningu matvæla.

Hæfnisviðmið

  • ráðleggja um ólíka samsetningu hráefnis og um meðhöndlun fyrir eldun s.s. kryddun eða marineringu, meyrnun og geymsluaðferðir,
  • taka sjálfstæða ákvörðun um hráefnisval, meðhöndlun, geymsluskilyrði og framreiðslu með hliðsjón af mismunandi kröfum viðskiptavina.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?