Fara í efni

FRTJ1VÞ03 - Framkoma og tjáning fyrir verslunarþjóna

Verslunarþjónn

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í framsögn og framkomu. Sérstök áhersla er lögð á talað mál og að nemendur geti tjáð sig á lipran og auðskilinn máta. Fjallað verður um einkenni daglegs máls, háttvísi og hógværð í framkomu og hvernig beri að huga að persónulegu útliti við afgreiðslustörf í matvöruverslun. Farið verður í hlutverkaleiki (nokkurs konar hópeflisæfingar) þar sem nemendur þjálfast í að vera í hlutverkum viðskiptavina og afgreiðslufólks.

Þekkingarviðmið

  • mannlegum samskiptum og hvernig brugðist er við ólíkum aðstæðum sem upp geta komið
  • mikilvægi þess að haga orðum sínum og gerðum þannig að ekki valdi særindum eða reiði
  • mikilvægi þess að taka aðfinnslum af háttvísi og leiða slík mál til lykta á farsælan hátt
  • þörfum viðskiptavinarins án þess þó að vera uppáþrengjandi
  • mikilvægi þess að sýna eðlilega gleði í starfi sínu án þess að fara yfir kurteisismörk
  • mikilvægi þess að vera alltaf meðvitaður um að hann/hún sé í þjónustuhlutverki þar sem viðmót, útlit og háttvísi skiptir máli
  • mikilvægi þes að haga persónulega útliti og hreinlæti í samræmi við kröfur
  • mikilvægi þess að sýna kurteisi í framkomu
  • mikilvægi þess aðhaga persónulega útliti og hreinlæti í samræmi við kröfur Heilbrigðiseftirlits og MAST

Leikniviðmið

  • sýna lipurð í samræðum og útskýringum við viðskiptavini og annað starfsfólk
  • sýna almenna kurteisi og þjónustulund í samskiptum við viðskiptavini
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?