Verðlaun fyrir réttar lausnir á Pí-getrauninni
15.03.2024
Tveir af fjórum verðlaunahöfum veittu viðurkenningum sínum viðtöku í Gryfjunni í dag, Gunnar Hólm Hjálmarsson og Kristín Sigríður Jónsdóttir.
Í tilefni af hinum alþjóðlega Pí-degi í gær - sem jafnframt er dagur stærðfræðinnar á Íslandi, var í VMA efnt til getraunar þar sem þátttakendur þurftu að leggja höfuðið í bleyti og leysa obbolitla þraut.
Ríflega átta af hverjum tíu innsendum lausnum reyndust vera réttar. Réttar lausnir voru settar í pott og úr honum dregin fjögur nöfn verðlaunahafa.
Fyrstu verðlaun hlaut Gunnar Hólm Hjálmarsson og fékk hann að launum gjafabréf fyrir tvo á DJ-grill á Akureyri. Aukaverðlaun - spilin Ég veit, Sjónarspil og Alvöru skellur frá Nettó, fengu Jóel Snær Davíðsson, Kristín Sigríður Jónsdóttir og Sigurður Ágúst Jónsson.
Rétt lausn í getrauninni var níu kubbar.