Fara í efni

Peningar jafngilda hamingju

Eitt af myndverkunum (klippimyndunum) sem nemendur í áfanganum Listir og menning líðandi stundar unn…
Eitt af myndverkunum (klippimyndunum) sem nemendur í áfanganum Listir og menning líðandi stundar unnu.

Í áfanganum Listir og menning líðandi stundar á listnáms- og hönnunarbraut skoða nemendur menningu samtímans og þjóðlífið almennt frá ýmsum hliðum. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur unnu í áfanganum var að skoða nútímann frá ýmsum hliðum og túlka hann í klippimyndum.

Það sem nemendur gerðu til að byrja með var að skrá niður orð á eitt plakat sem þeim fannst lýsa okkar samtíma og út frá þessum orðum eða hugtökum voru unnin klippimyndverk. Útkoman eru þessi myndplaköt sem nú hanga uppi á bókasafni skólans.

Þau hugtök sem nemendur skráðu  niður eru m.a.:

Mengun
Samfélagsmiðlar
Kjarnorka
Bjarni Ben
Hlýnun jarðar
Fjöldaframleiðsla
Jysk
Neysluhyggja
Iceguys
Barbie
Ofbeldi
Tækni
Tik Tok
Plast
Rafmagnsbílar
Pressa
Áreitni
Það þarf allt að gerast strax
Peningar jafngilda hamingju
Það þarf að eiga það besta og nýjasta