Dýrin í Hálsaskógi - æfingar komnar í fullan gang
Æfingar á verkefni vetrarins hjá Leikfélagi VMA, Dýrunum í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner, eru komnar í fullan gang núna á vorönn. Hlé var gert á æfingum fyrir jól og þráðurinn síðan tekinn upp í síðustu viku.
Úlfhildur Örnólfsdóttir leikstjóri segir að fram að þessu hafi æfingarnar falist í samlestri leikhópsins en þessa dagana séu að hefjast sjálfar leikæfingarnar, samhæfing leikrænna tilburða og texta.
Fimmtán leikarar taka þátt í sýningunni í sautján hlutverkum. Þeir eru:
Lilli klifurmús: Hemmi Ósk Baldursbur
Mikki refur: Kristjana Bella Kristinsdóttir
Marteinn skógarmús: Ingólfur Óli Ingason
Amma mús/Konan: Ásdís Fanney Aradóttir
Bangsapabbi: Rökkvi Týr Þorvaldsson
Bangsamamma: Elsa Bjarney Viktorsdóttir
Bangsi litli: Droplaug Dagbjartsdóttir
Húsamús: Úrsúla Nótt Siljudóttir
Hérastubbur: Hilma Dís Hilmarsdóttir
Bakaradrengur/Maðurinn: Felix Hrafn Stefánsson
Kráka: Arna Þóra Ottósdóttir
Patti broddgöltur: Alexander Darry Friðriksson
Íkornabörn: Kamilla Rún Sigurðardóttir, Milan Mosi Eyjólfsson og Neó Týr Hauks
Stefnt er að frumsýningu Dýranna í Hálsaskógi í byrjun mars nk. í Gryfjunni í VMA.