Flýtilyklar

Opnunartímar

Skrifstofa VMA er staðsett í stjórnunarálmu skólans og er hún opin alla virka daga frá kl. 8:00 – 15:00. Sími skrifstofunnar er 464-0300.

Skrifstofan er nokkurskonar upplýsingamiðstöð fyrir skólann og þeir sem hringja inn fá fyrst samband við skrifstofuna sem vísar þá erindum áfram. Hvað varðar nemendur skólans þá sér skrifstofan t.d. um afhendingu á stundatöflum, skráningu á fjarvistum, vottorð um skólavist, innheimtu á skólagjöldum, sölu á ljósrituðu kennsluefni frá kennurum, skápaleigu o.m.fl.

Eldri nemendur skólans geta leitað til skrifstofunnar til að fá afrit af brautskráningarskírteinum eða ferlum (skrifstofa@vma.is).

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hjá ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00