Flýtilyklar

Iđnnám

 

Iðnnám

Nám í löggiltum iðngreinum tekur að jafnaði fjögur ár sem skiptast milli skóla og vinnu hjá iðnmeistara. Hluti skólatíma er misjafn eftir iðngreinum frá einu og hálfu ári upp í þrjú og hálft ár og verður þá sá tími sem þarf að skila hjá iðnmeistara það sem vantar upp á fjögur ár í heildarnámstíma.

Bygginga og tréiðngreinar

  • Helstu byggingagreinar eru: Húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múrsmíði, pípulagnir og dúklagnir og veggfóðrun.
  • Greinarnar eru kynntar sameiginlega í eina önn. Að henni lokinni velja nemendur sér iðngrein að læra.
  • Nám í húsasmíði og húsgagnasmíði er fimm annir í skóla, að stórum hluta verklegt og eitt og hálft ár á samningi hjá meistara. Fimmta önnin er tekin í lok samningstímans og endar á sveinsprófi.
  • Málaraiðn er fjórar annir í skóla og tvö ár hjá meistara. Fjórða önnin er tekin í lok samningstímans og endar á sveinsprófi.
  • Verkmenntaskólinn á Akureyri kennir sérgreinar annarra byggingagreina aðeins í eina önn. Lengd samningstíma fer eftir fjölda anna í skóla.
 
 

Málmiðngreinar

  • Nám í málmiðngreinum byrjar með tveggja ára námi í skóla. Þessum hluta lýkur með viðurkenningu um að fyrrihluta náms í málmiðnum sé lokið. Að þessu námi loknu tekur við eitt ár í skóla sem er mismunandi eftir iðngreinum. Starfsþjálfun á vinnustað á að fara fram milli fyrrihluta náms og lokaárs í skóla.
  • Í VMA geta nemendur stundað nám í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun.

Rafiðngreinar

  • Rafiðngreinar eru: Rafvirkjun og rafeindavirkjun.
  • Nám í rafiðngreinum hefst í grunndeild rafiðna. Að grunndeild lokinni tekur við eins árs nám í skóla fyrir þá sem ætla í rafvirkjun.

Aðrar iðngreinar

  • Aðrar iðngreinar eru kenndar í samvinnu við iðnmeistara sem taka nemendur á samning, þannig að skólahlutinn er eitt og hálft ár og vinna hjá iðnmeistara tvö og hálft ár.
 

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301

Kt. 531083-0759

vma[ hjá ]vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00