Senn líður að útskrif sem mun fara fram laugardaginn 19. desember. Útskriftarnemendur fá upplýsingar varðandi útskriftarathöfnina þegar nær dregur en skólinn mun leggja áherslu á að gera útskriftina eins hátiðlega og sóttvarnarreglur leyfa á þeim tíma.
Húfumælingar verða ekki í boði í skólanum vegna Covid á haustönn 2020 en útskriftarnemendur geta mælt sig sjálfir og sent svo húfupöntun á annað hvort Formal eða P. Eyfeld. En það eru þessi tvö fyrirtæki sem útbúa og selja útskriftarhúfur.
Þeir sem vilja panta húfur í gegnum P. Eyfeld nota pöntunarblöð sem eru hér fyrir neðan. Þeir sem panta frá Formal gera það í gegnum heimasíðu þeirra.
Nú er búið að loka fyrir pakka sem innihalda glas hjá Eyfeld. Enn er hægt að panta alla aðra pakka hjá þeim sem innihalda ekki glas og gildir tilboðsverð á þeim pökkum.
- Leiðbeiningar um hvernig mæla skal höfuðmál eru hér
- Sjúkraliðar útskrifast með gráa húfu - pöntunarblað
- Nemendur í iðnnámi útskrifast með rauða húfu - pöntun
- Iðnhúfa - pakkatilboð hér
- Stúdentar útskrifast með hvíta húfu - pöntunarblað
- Stúdentshúfa - pakkatilboð hér