Fara í efni  

Vélstjórn A stig

Vélstjórnarbraut A  minna en 750kW réttindi  VVA
38 ein.

Nánari upplýsingar hjá kennslustjóra tæknisviðs.

Markmið brautarinnar er að mennta þá sem hyggjast afla sér réttinda til starfa á skipum með vélarafl minna en 750 kW og sækjast ekki eftir frekara vélstjórnarnámi.  Gert er ráð fyrir að atvinnuþátttaka fram til 18 ára aldurs veiti nemanda þann grunn að hann sé fær um að takast á við nám sem skipulagt er í samræmi við þessa námsbrautarlýsingu.  Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun.

Í VMA innritast nýnemar sem koma beint úr grunnskóla eða eftir stuttan framhaldsskólaferil,  í sameiginlega grunndeild málm- og véltæknigreina í eitt ár áður en þeir velja málmiðgreinar, bifvélavirkjun eða vélstjórnarnám. 

Hér má nálgast Áfangalýsingar - Kennsluáætlanir

Sérgreinar 38 ein.
Heilbrigðisfræði HBF 111  
Hönnun skipa HÖS 102  
Kælitækni KÆL 122  
Logsuða LSU 102  
Rafsuða RSU 102   
Rafmagnsfræði RAF 113  253  353  
Smíðar SMÍ 104  
Stýritækni STÝ 102  
Vélfræði VFR 113  
Vélstjórn VST 103  204  
Viðhald véla VIR 104  



Þessi námsleið er ætluð nemendum sem hafa umtalsverða reynslu af atvinnuþátttöku. 
Vinsamlegast hafið samband við Kennslustjóra tæknisviðs.



 
Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.