Fara í efni  

Nám til stúdentsprófs að loknu starfsámi

NÁM TIL STÚDENTSPRÓFS AÐ LOKNU STARFSNÁMI

Nemendur sem lokið hafa starfsnámsbraut geta lokið stúdentsprófi með eftirfarandi hætti:

  1. Með því að láta meta starfsnámið inn á stúdentsbrautirnar (félagsfræðibraut, málabraut og náttúrufræðibraut) og ljúka síðan þeim fögum sem þá standa eftir. Sérgreinar starfsnámsbrautar má meta sem kjörsviðsgrein upp á 12 einingar auk þess sem nemendur fá 12 einingar metnar sem frjálst val.
  2. Nemendur á starfsnámsbrautum eiga kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi sem er samræmt í tilteknum greinum skv. ákvæðum í reglugerð. Stúdentsprófið eitt og sér tryggir ekki aðgang að öllu námi á háskólastigi hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Einstakir háskólar eða háskóladeildir setja ýmsar sérkröfur sem nemendur þurfa einnig að uppfylla og í sumum tilvikum þurfa nemendur að gangast undir inntökupróf. Það er því mikilvægt að nemendur sem stefna að inngöngu í tiltekinn skóla á háskólastigi afli sér upplýsinga um þær kröfur sem viðkomandi skóli gerir um undirbúning.

Til þess að fá starfsnám auk viðbótarnáms viðurkennt til stúdentsprófs skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 2ja ára starfsnámi. Það er þó ekki áskilið að nemendur í löggiltum iðgreinum hafi lokið sveinsprófi. Mismunandi kröfur eru gerðar til nemenda sem lokið hafa 2ja ára námi og hinna sem lokið hafa 3ja ára eða lengra námi.

Að loknu a.m.k. þriggja ára starfsnámi

Þeir nemendur sem lokið hafa a.m.k. þriggja ára starfsnámi geta lokið viðbótarnámi sínu með eftirfarandi hætti:

  1. skipulagt sjálfir í samráði við hlutaðeigandi framhaldsskóla miðað við skilgreind markmið um áframhaldandi nám á háskólstigi, eða
  2. lokið námi í eftirtöldum greinum þannig að heildarnám þeirra verði eins og tilgreint er í töflunni:
íslenska 15 einingar
enska 12 einingar
stærðfræði 6 einingar
Fyrra nám í þessum greinum kemur til frádráttar.
tungum./náttúrufr. og stærðfr./félagsfr.gr. 12 einingar*

*Nemendur geta valið milli a) erlendra tungumála, b) náttúrufræðigreina og stærðfræði eða c) samfélagsgreina, 12 ein. Miða skal við að nám í tiltekinni námsgrein verði ekki minna en 9 ein. samtals. Stærðfræði er þó undanskilin frá 9 ein. reglunni. Fyrra nám kemur ekki til frádráttar

Þær starfsnámsbrautir í VMA sem þetta á við um eru iðnnámsbrautir sem lýkur með sveinsprófi eins og húsasmíði, rafvirkjun, stálsmíði og hársnyrtiiðn en einnig sjúkraliðabraut, matartæknabraut og vélstjórnarbraut C. stig.

Að loknu tveggja ára starfsnámi

Þeir nemendur sem lokið hafa tveggja ára starfsnámi geta lokið viðbótarnámi sínu með eftirfarandi hætti:

  1. skipulagt sjálfir í samráði við hlutaðeigandi framhaldsskóla miðað við skilgreind markmið um áframhaldandi nám á háskólstigi, eða
  2. lokið námi í eftirtöldum greinum þannig að heildarnám þeirra verði eins og tilgreint er í töflunni:
Íslenska 15 einingar
Enska 15 einingar
Saga 6 einingar
Náttúruvísindi  9 einingar
Stærðfræði 6 einingar
Íþróttir 8 einingar
Fyrra nám í þessum greinum kemur til frádráttar.
Einnig skulu nemendur bæta við sig námi í;
3ja tungumáli eða stærðfræði  12 einingar
og samfélagsgreinum eða náttúrufræðigreinum eða íþróttagreinum   15 einingar

Fyrra nám í þessum námsgreinum kemur ekki til frádráttar. Nám í námsgrein skal ekki verða minna en 9 einingar samtals (fyrra nám + viðbótarnám). Saga og stærðfræði eru þó undanskyldar frá 9 eininga reglunni.

Námsbrautir í VMA sem undir þetta ákvæði falla eru: Málmiðngreinar, fyrri hluti, vélstjórnarbraut B. stig, tveggja ára íþróttabraut, tveggja ára viðskiptabraut.

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.