Nemendur sem lokið hafa starfsnámsbraut geta lokið stúdentsprófi með eftirfarandi hætti:
Til þess að fá starfsnám auk viðbótarnáms viðurkennt til stúdentsprófs skulu nemendur hafa lokið a.m.k. 2ja ára starfsnámi. Það er þó ekki áskilið að nemendur í löggiltum iðgreinum hafi lokið sveinsprófi. Mismunandi kröfur eru gerðar til nemenda sem lokið hafa 2ja ára námi og hinna sem lokið hafa 3ja ára eða lengra námi. Að loknu a.m.k. þriggja ára starfsnámi Þeir nemendur sem lokið hafa a.m.k. þriggja ára starfsnámi geta lokið viðbótarnámi sínu með eftirfarandi hætti:
*Nemendur geta valið milli a) erlendra tungumála, b) náttúrufræðigreina og stærðfræði eða c) samfélagsgreina, 12 ein. Miða skal við að nám í tiltekinni námsgrein verði ekki minna en 9 ein. samtals. Stærðfræði er þó undanskilin frá 9 ein. reglunni. Fyrra nám kemur ekki til frádráttar Þær starfsnámsbrautir í VMA sem þetta á við um eru iðnnámsbrautir sem lýkur með sveinsprófi eins og húsasmíði, rafvirkjun, stálsmíði og hársnyrtiiðn en einnig sjúkraliðabraut, matartæknabraut og vélstjórnarbraut C. stig. Að loknu tveggja ára starfsnámi Þeir nemendur sem lokið hafa tveggja ára starfsnámi geta lokið viðbótarnámi sínu með eftirfarandi hætti:
Fyrra nám í þessum námsgreinum kemur ekki til frádráttar. Nám í námsgrein skal ekki verða minna en 9 einingar samtals (fyrra nám + viðbótarnám). Saga og stærðfræði eru þó undanskyldar frá 9 eininga reglunni. Námsbrautir í VMA sem undir þetta ákvæði falla eru: Málmiðngreinar, fyrri hluti, vélstjórnarbraut B. stig, tveggja ára íþróttabraut, tveggja ára viðskiptabraut. |
- Skólinn
- Sýn, stefnur og áætlanir
- Hlutverk
- Gildi og einkunnarorð skólans
- Skólabragur
- Lokamarkmið náms
- Kynning
- Forvarnastefna
- Gæðastefna
- Jafnréttisáætlun
- Lýðheilsustefna
- Mannauðsstefna
- Umhverfis- og loftlagsstefna
- Viðbrögð við áreitni og ofbeldi
- Móttaka nemenda af erlendum uppruna
- Viðbrögð við áföllum, vá og neyðartilvikum
- Rýmingaráætlun
- Málalykill
- Persónuverndarstefna
- Jafnlaunastefna
- Leiðbeiningar um viðbrögð í neyðartilvikum
- Stjórnun skólans
- Starfsfólk
- Réttindi og skyldur nema
- Gæðahandbók
- Erlend samskipti
- Innra og ytra mat
- Myndasöfn
- Sýn, stefnur og áætlanir
- Námið
- Þjónusta
- Fjarnám