Fara í efni  

Flokkunarkerfi

Flokkunarkerfi

Öllum bókum er raðað eftir efni í númeraröð frá 000 - 999.999... Flokkunarkerfið er það útbreiddasta í heiminum og nefnt eftir höfundinum, Dewey.

Flokkunarkerfið hangir uppi á bókasafninu til að auðvelda notendum að átta sig á flokkun safnkostsins í grófum dráttum.

Skipting í hundruð

 • 000 Almennt efni
 • 100 Heimspeki, sálfræði, siðfræði
 • 200 Trúarbrögð
 • 300 Samfélagsgreinar
 • 400 Tungumál
 • 500 Raunvísindi
 • 600 Tækni, framleiðsla, iðnaður
 • 700 Listir
 • 800 Bókmenntir
 • 900 Sagnfræði, landafræði, ævisögur

Hvernig finn ég eina ákveðna bók í hillunum?

Safnkosturinn er skráður í tölvu nema tímaritin. Hægt er að leita að höfundi, titli eða efni. Ef bókin finnst í tölvu er hægt að sjá í ritalýsingunni hvar hún er flokkuð. Flokkstala / marktala kallast talan á hvíta miðanum á kili bókarinnar. Hún vísar okkur á hilluna þar sem bókin á heima.

Dæmi um marktölu / flokkstölu bókar: 551.2109491
Um hvað skyldi bók með þessari löngu tölu vera?

 • 500 raunvísindi
 • 550 jarðvísindi
 • 551 jarðfræði
 • 551.2 innræn öfl
 • 551.21 eldfjöll
 • 949.1 Ísland

551.21 + 9491 : eldfjöll á Íslandi

Allar bækur sem fjalla um eldfjöll á Íslandi fá þá þessa marktölu

Marktalan er prentuð á kjalmiða sem settur er á kjöl allra bóka eða gagna safnsins. Fyrir neðan marktöluna eru settir þrír bóksatafir. Það eru fyrstu þrír stafirnir í nafni íslensku höfundanna, eftirnafni erlendu höfundanna eða fyrstu þrír stafir í nafni titils ef höfunda er ekki getið, eða þeir fleiri en þrír. 

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00