Fara í efni  

Efnisskr og lyklun

Tímaritalyklar

Hvernig finn ég efni í tímaritum?

Til að auðvelda okkur að finna efni í tímaritum hafa verið útbúnar margvíslegar skrár. Sum tímarit hafa verið efnistekin, önnur ekki. Tímaritum, sem hafa verið efnitekin, fylgja efnisskrár, sem ná yfir mislöng tímabil. Í sumum tilvikum er búið að efnistaka allt sem komið hefur út frá upphafi, í öðrum tilvikum hefur aðeins hluti verið efnistekin.

Gegnir er samskrá íslenskra bókasafna. Safnkostur (bækur og tímarit) Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Bókasafns Háskólans á Akureyri og fleiri safna er skráður í Gegni. Á næstunni munu söfnin bætast við eitt af öðru. Þar er hægt að finna efni í tímaritum.

Bókaverðir VMA hafa, frá því að safnið stofnaði, efnistekið tímarit, dagblöð og ýmislegt annað efni og er það varðveitt á aðgengilegan hátt.

Listi yfir tímarit, sem berast safninu, er á heimasíðunni.  Þar eru einnig vefslóðir tímarita. 

Hvar.is er vefur landsaðgangs (aðgengilegt fyrir alla landsmenn) að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Þar er að finna vandað efni um læknisfræði, íþróttir, matreiðslu, tónlist, geimrannsóknir, jafnrétti og ótalmargt fleira. Hægt er að skoða greinar í tímaritum, altextuð eða útdrætti. Á tímaritasíðu bókasafnsins er hægt að fara inn á slóð rafræna gagnasafnsins: ProQuest 5000, sem vísar í titla altextaðra tímarita og titla með útdráttum

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00