Fara í efni  

Almenn braut 2

 

ALMENN BRAUT 2 (AN2) – (AN2A og AN2B) annað námsár.

Í framhaldi af AN1 í eitt ár er markmiðið að nemandi geti valið:

A) Tekið annað ár á almennri braut AN2A, þar sem áfram er haldið með grunnáfanga í bóklegum greinum að viðbættum samfélagsgreina-, náttúruvísinda- og sköpunaráfanga. Lýkur með VMA-skírteini.

B) Tekið annað ár á almennri braut AN2B þar sem nemendur taka starfsþjálfun á vinnustað, atvinnufræði og fjallað um þætti daglegs lífs frá fjármálalæsi til heimilishalds. Lýkur með VMA-skírteini.

C) sérhæfða námsbraut, oft í framhaldi af kynningaráfanga á ákveðinni verknámsbraut eða bóknám ef áhugi og árangur gefur tilefni til þess. Til þess að nemandi geti skipt um námsbraut þarf hann uppfylla inntökuskilyrði viðkomandi námsbrautar. Innritast þá neminn á viðkomandi braut.

Almenn braut 2 er framhald af AN1 eða AN1B. Nám á brautinni miðar að frekari undirbúningi fyrir nám á þeirri braut sem stefnt er að eða að öðrum námslokum eins og VMA-skírteini sem er sambærilegt framhaldsskólaprófi.

Hér má nálgast Áfangalýsingar - Kennsluáætlanir

Almenn braut AN2A

 

Almenn braut AN2B

3. Önn

4. Önn

 

3. Önn

4. Önn

ÍSLXX2/3

ÍSLXX2/3

 

DAG196

DAG296

ENSXX2/3

ENSXX2/3

 

ATF195

ATF295

STÆXX2/3

STÆXX2/3

 

ÉSS193

VÞSXX3

FÉL195

NÁT195

 

ÍÞRXX1

ÍÞRXX1

ÉSS193

SKÖ193

 

SKY101

SKY101

ÍÞRXX1

SKY101

 

 

 

 

 

 

 

 

15 – 18 ein

15 – 18 ein

 

16 ein

16 ein

 

NSK196 – Náms- og starfskynningar með heimsóknum inn á hinar ýmsu verknámsbrautir skólans

FÉL195 – Kynning og upprifjun á samfélagsgreinum ásamt því verklagi sem þar er notað. Samþætting og óhefðbundin kennsla.

DAG196/295 – Daglegt líf, margvísleg viðfangsefni þar sem samþætting hinna ýmsu námsgreina er nýtt til að skapa raunveruleg verkefni fyrir nemendur til að takast á við.

Verkgr.194/5 – Ýmsir áfangar þar sem farið er dýpra í kynningu á verk- og listnámsbraut. T.d. SMÍ194, RAF194, VÞS195, TRÉ195 og LIS194/5

ÉSS193 – Rýnt í þjóðfélagið sem við lifum í og það skoðað út frá einstaklingnum sjálfum og samfélaginu.

ATF195/295 – Atvinnufræði, nemendur læra ýmislegt er við kemur vinnumarkaði, allt frá umsókn í það að prófa að vinna á ákveðnum stöðum.

BÍL191 – Hugmynd um að bjóða valáfanga í undirbúningi fyrir bílpróf, þarf að athuga hvort er hægt!

NÁT195 – Kynning og upprifjun á náttúruvísindagreinum ásamt því verklagi sem þar er notað. Samþætting greina og óhefðbundin kennsla.

ÉSS193 – Rýnt í þjóðfélagið sem við lifum í og það skoðað út frá einstaklingnum sjálfum og samfélaginu.

SKÖ193 – Sköpun, nemendur vinna ásamt kennara að skapandi verkefnum sem gefa innsýn í verklag sem þeim er ókunnugt. VÞSXX3 – Grunnþættir í heimilishaldi, eldamennsku, innkaupum, heimilisbókhaldi ofl.

 

ÓTILGREINT NÁM  (ÓTN)
 


Ótilgreint nám er fyrir nemendur yfir 18 ára aldri sem eru óráðnir í námi og fyrir þá nemendur sem stefna á nám sem ekki er hægt að ljúka í VMA. 

 

 


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.