ALMENN BRAUT (AN1)
|
eins árs nám.
|
---|
Fyrsta námsári er skipt í AN1 og AN1B:
ALMENN BRAUT 1 AN1
Almenn braut AN1 er eins árs námsbraut fyrst og fremst ætluð nemendum sem ekki hafa náð þeim árangri í grunnskóla sem þarf til
þess að innrita sig á aðrar námsbrautir í framhaldskóla. Nám á brautinni miðar að því að bæta stöðu
nemenda í bóklegum greinum, kynna þeim náms- og starfsmöguleika og gera þá hæfari til þess að takast á við nám í
framhaldsskóla og störf úti í samfélaginu.
Áfangalýsingar
Skólinn bindur námsval á haustönn. Þá fara nemendur í tvo almenna bóknámsáfanga, ýmist 102 eða 193/293 eftir árangri nemanda í grunnskóla. Á vorönn geta nemendur valið meira en allir á AN1 þurfa að taka LKN291og ÍÞR202(drengir)/212(stúlkur) á vorönn.
Í framhaldi af AN1 í eitt ár er markmiðið að nemandi geti valið sérhæfða námsbraut, oft í framhaldi af kynningaráfanga á ákveðinni verknámsbraut eða bóknám ef áhugi og árangur gefur tilefni til þess. Til þess að nemandi geti skipt um námsbraut þarf hann uppfylla inntökuskilyrði viðkomandi námsbrautar.
Hér má nálgast Áfangalýsingar - Kennsluáætlanir
Almennar greinar | 16 - 19 ein | |
Íslenska | ÍSL193, 293, 102/103, 202/203 | |
Enska | ENS193, 293, 102/103, 202/203 | |
Danska | DAN193, 293, 102, 202 | |
Stærðfræði | STÆ193, 293, 102, 122 | |
Lífsleikni | LKN 192, 291 | 3 ein |
Íþróttir | ÍÞR 102/112, ÍÞR 202/212 | 4 ein |
Bóknámsáfangar af ýmsum brautum | ||
Sérgreinar | 12 - 14 ein | |
Náms- og starfskynning | NSK196 | 6 ein |
Kynningaráfangar verknáms og lífsstílsáfangar. * |
KAL192 LOS192 SMÍ194 TRÉ194 VÞS195 | 4 - 6 ein |
Alls | 28 - 35 ein |
Haustönn | Vorönn |
ÍSL, ENS, STÆ 193/293 eða 102 | ÍSL, ENS, DAN, STÆ 193/293 eða 102/202 |
ÍSL, ENS, STÆ 193/293 eða 102 | ÍSL, ENS, DAN, STÆ 193/293 eða 102/202 |
NSK 196 | Kynning ákv. verknáms 4 - 6 ein eða bóklegt * |
ÍÞR 102/112 | ÍÞR 202/212 |
LKN 192 | LKN 292 |
Annað 1-2 ein | |
16 - 18 ein | 15 - 17 ein |
NSK196 – Náms- og starfskynningar þar sem unnin eru verkefnin á flestum verknámsbrautum skólans.
Verkgr.194/5/6 – Ýmsir áfangar þar sem farið er dýpra í kynningu á verk- og listnámsbraut. T.d. SMÍ194, RAF194, VÞS195, TRÉ195 og LIS194/5
Upprifjunaráfangar
Áfangar með númer 193 og 293 eru upprifjun á efni grunnskóla. Slíkir áfangar eru til í ýmsum fögum t.d.
íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Millistafurinn 9 vísar til almennrar brautar.
Í íslensku, ensku og dönsku byrja nemendur í 193 áfanga sem upprifjun. Nemandi sem fær einkunnina 5 eða 6 úr 193-áfanga í íslensku, ensku eða dönsku hefur staðið áfangann en þarf að taka viðbótarupprifjun í áfanga 293. Nemandi sem fær einkunnina 7 eða hærri kemst beint í áfanga 1026 (hægferð). Um upprifjunaráfanga í stærðfræði gildir að þeir nemendur sem eru rétt undir lágmarki úr grunnskóla fara beint í STÆ293 en þeir nemendur sem hafa mjög slakan árangur í grunnskóla eða þurfa að byrja aftur á grunnatriðum í reikningi taka fyrst STÆ193 og síðan STÆ293 áður en þau taka STÆ102.