Fara í efni

GEÐH1GR01 - áfangalýsing

Áfangaheiti - Hugur og heilsa – Geðrækt.

Lýsing

Í áfanganum læra nemendur aðferðir til þess að hafa áhrif á líðan, leysa erfiðleika, bæta samskipti og auka lífsgæði sín. Fjallað verður um tengsl aðstæðna, hugsana og tilfinninga og aðferðir til þess að stuðla að betri líðan. Auk þess læra nemendur leiðir til sjálfsstyrkingar, að takast á við streitu, að vinna með kvíða og takast á við depurð og fá þjálfun í núvitund. Einnig verður komið inn á færni í samskiptum og hindranir sem geta leitt til samskiptavanda.

Forkröfur Engar


Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

- Hvernig hugsanir hafa áhrif á líðan og hegðun

- Aðferðum til að takast á við streituvaldandi aðstæður

- Aðferðum til að efla sjálfsmynd

- Árangursíkum samskiptum og samskiptavanda

- Færni í núvitund

 

Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

- Greina mismunandi hugsanir og áhrif þeirra á líðan

- Að skilja og nefna mismunandi tilfinningar

- Bera saman mismunandi leiðir sálfræðinnar til að hafa áhrif á eigin líðan

- Meta áhrif samskipta á aðstæður og líðan

- Að þjálfa núvitund

 

Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá almenni þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að

- Leggja mat og hafa áhrif á eigin líðan með sálfræðilegum aðferðum

- Beita einföldum aðferðum til þess að bæta sjálfsmynd

- Beita einföldum aðferðum til þess að bæta samskipti

- Að þjálfa sig í að nota núvitund í daglegu lífi

 

Námsmat Áfanginn er símatsáfangi þar sem nemendur æfa þá færni sem farið er yfir í tímum. Áhersla er lögð á mætingu í tíma og þátttöku í

umræðum.

Getum við bætt efni síðunnar?