Fara í efni  

Almenn braut blönduð

ALMENN BRAUT BLÖNDUÐ (AN1B)
eins árs nám.


Fyrsta námsári er skipt í AN1 og AN1B:

ALMENN BRAUT BLÖNDUÐ AN1B er fyrir nemendur sem stefna á aðrar brautir og vantar lítið upp á námsárangur grunnskóla til að komast þar inn. Nemendur skráðir á viðkomandi braut eins fljótt og hægt er. Nemendur vinna upp það sem upp á vantar úr grunnskóla en að öðru leyti er námsval þeirra miðað við þá braut sem stefnt er að. Þá eru upplýsingar um viðkomandi braut notaðar til að velja eftir. Nemendur sem velja AN1B þurfa að taka fram í athugasemdum í umsókn og síðar við umsjónarkennara á hvaða braut/nám þeir stefna.  Á vorönn eiga allir nemendur á AN1B að velja LKN201/291 og ÍÞR202/212. Að öðru leyti er námsvalið í samræmi við það á hvaða braut er stefnt.

Hér má nálgast Áfangalýsingar - Kennsluáætlanir

 Haustönn  Vorönn
 ÍSL, ENS, DAN, STÆ 193/293  ÍSL, ENS, DAN, STÆ 193/293 eða 102
 Áfangar af þeirri námsbraut sem  Áfangar af þeirri námsbraut sem
 nemandi óskaði eftir, eins og hægt er.
 nemandi óskaði eftir, eins og hægt er.
 ÍÞR102/112  ÍÞR202/212
 LKN102/192  LKN201/292
 
 
 15 - 18 ein  15 - 18 ein

 

Upprifjunaráfangar

Áfangar með númer 193 og 293 eru upprifjun á efni grunnskóla. Slíkir áfangar eru til t.d. í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku.  Í íslensku, ensku og dönsku byrja nemendur í 193 áfanga sem upprifjun.  Nemandi sem fær einkunnina 5 eða 6 úr 193 áfanga í íslensku, ensku eða dönsku hefur staðið áfangann en þarf að taka viðbótarupprifjun í áfanga 293. Nemandi sem fær einkunnina 7 eða hærri kemst beint í áfanga 102 hægferð.  Um upprifjunaráfanga í stærðfræði gildir að þeir nemendur sem eru rétt undir lágmarki úr grunnskóla fara beint í STÆ293 en þeir nemendur sem hafa mjög slakan árangur í grunnskóla eða þurfa að byrja aftur á grunnatriðum í reikningi taka fyrst STÆ193 og síðan STÆ293 áður en þau taka STÆ102.

 


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.