Ýmsar upplýsingar

Skólanefnd  Skólanefnd starfar samkvćmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Ráđherra skipar skólanefnd viđ framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í

Nefndir og ráđ

Skólanefnd 

Skólanefnd starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.

Skólanefnd VMA fundar einu sinni í mánuði á starfstíma skóla. Nánari upplýsingar um fundi skólanefndar veitir skólameistari (hjalti@vma.is). Á skólanefndarfundum er rituð fundagerð sem hægt er að nálgast hjá skólameistara. 

Fulltrúar í skólanefnd VMA skipaðir frá vorönn 2013-2016

Aðalmenn án tilnefningar:

Aðalmaður skv. tilnefningu Akureyrarbæjar:

 • Silja Dögg Baldursdóttir

Aðalmaður samkvæmt tilnefningu Dalvíkurbyggðar, Eyjarfjarðarsveitar, Fjallabyggðar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps:

 • Axel Grettisson

Varamenn án tilnefningar:

 • Sigrún Björk Jakobsdóttir 
 • Jóhann Ásmundsson
 • Birna María Svanbjörnsdóttir

Varamaður skv. tilnefningu Akureyrarbæjar:

 • Preben Jón Pétursson 

Varamaður samkvæmt tilnefningu Dalvíkurbyggðar, Eyjarfjarðarsveitar, Fjallabyggðar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps:

 • Helga Helgadóttir 
Áheyrnarfulltrúar:
 
Varamaður nemendafélags:  (formadur@thorduna.is)

Skólaráð

Kosið skal til skólaráðs við upphaf hvers skólaárs.  Í ráðinu sitja tveir fulltrúar kennara kosnir á fyrsta kennarafundi skólaársins. Nemendaráð kýs tvo fulltrúa í skólaráðið að vori um leið og ný stjórn nemendafélagsins Þórdunu er kosin. Skólameistari og aðstoðarskólameistari, auk áfangastjóra sitja í skólaráði. Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess.

Skólaráð: 

 • fjallar um mætingareglur, skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda,
 • veitir umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og menntamálaráðuneytinu sé þess óskað
 • fjallar um mál sem varða einstaka nemendur. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál.

Fulltrúar í skólaráði skólaárið 2014-2015 eru:

Gæðaráð 

Hlutverk gæðaráðs VMA er að fylgja eftir gæðastefnu skólans. Gæðaráð er skipað skólameistara, aðstoðarskólameistara, áfangastjórum, kennslustjóra og gæðastjóra. Gæðaráð fundar vikulega. 

Fulltrúar í gæðaráði skólaárið 2014-2015 eru:

 • Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari (hjalti@vma.is)
 • Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari 
 • Benedikt Barðason, áfangastjóri
 • Sigurður Hlynur Sigurðsson, áfangastjóri
 • Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, gæðastjóri (hrabba@vma.is)
 • Svava Hrönn Magnúsdóttir,  náms- og starfsráðgjafi

Öryggisnefnd

Í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eru ákvæði um öryggistrúnaðarmenn. Þar kemur fram að í stærri fyrirtækjum, þar sem 50 starfsmenn eru eða fleiri, skal stofna öryggisnefnd. Starfsmenn kjósa úr sínum hópi tvo fulltrúa og atvinnurekandi tilnefnir tvo fulltrúa.  Öryggistrúnaðarmaður er fyrir allan vinnustaðinn, en ekki fulltrúi einstaks verkalýðsfélags. Þeir skulu í samvinnu fylgjast með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað séu í samræmi við lög nr. 46/1980. Þessari nefnd er ætlað að skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan fyrirtækisins, annast fræðslu starfsmanna um þessi efni og hafa eftirlit á vinnustöðum með því að ráðstafanir komi að tilætluðum árangri.

Frá haustönn 2012 - haustannar 2014 sitja þessir í öryggisnefnd VMA:

 • Jóhann Björgvinsson öryggistrúnaðarmaður 
 • Óskar Ingi Sigurðsson öryggistrúnaðarmaður
 • Sigríður Huld Jónsdóttir öryggisvörður
 • Benedikt Barðason öryggisvörður
 

Stjórnendafundur

Stjórnendafundir VMA eru haldnir vikulega með þátttöku skólameistara, aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, kennslustjóra, gæðastjóra, náms- og starfsráðgjöfum og skrifstofustjóra. Fundirnir eru boðaðir af skólameistara með dagskrá og fundagerð haldin. Stjórnendafundir eru samráð stjórnenda um ýmsi málefni er varða skólann, nám og kennslu og nemendur. Nemendur, stjórnendur og starfsfólk geta vísað málum til stjórnendafundar. 

Kennarafundur

Almennir kennararfundir fjalla um stefnumörkun í starfi skólans, m.a. námsskipan, kennsluhætti, gerð skólanámskrár, skipulag starfstíma skólans, tilhögun prófa og námsmat. Skólanefnd, skólameistari og skólaráð geta leitað umsagnar kennarafundar um önnur mál, þ.á.m. um ráðningu í stjórnunarstörf við skólann. Kennarafundur getur haft frumkvæði að því að mál komi til meðferðar skólanefndar og/eða skólaráðs. 

Skólafundur er haldinn a.m.k. einu sinni á skólaári. Rétt til setu á skólafundi eiga allir starfsmenn skóla ásamt fulltrúum nemenda samkvæmt nánari ákvörðun skólameistara. Á skólafundi er rætt um málefni viðkomandi skóla. Skólameistari boðar til fundar, leggur fram dagskrá og stýrir fundi eða felur öðrum stjórn hans. Fundargerð skólafundar skal kynnt skólanefnd. Skylt er skólameistara að halda skólafund ef þriðjungur fastra starfsmanna skóla krefst þess.

Í VMA er starfsrækt foreldraráð, kennarafélag og nemendafélagið Þórduna

Endurskoðað 3. september 2014

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00