Árshátíđ VMA í kvöld

Árshátíđ VMA í kvöld Árshátíđ VMA verđur haldin í kvöld í Íţróttahöllinni á Akureyri. Húsiđ verđur opnađ kl. 19.00 og borđhald hefst kl. 19.30. Ađ vanda

Árshátíđ VMA í kvöld

Árshátíđ VMA verđur í Íţróttahöllinni á Akureyri.
Árshátíđ VMA verđur í Íţróttahöllinni á Akureyri.

Árshátíð VMA verður haldin í kvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 19.30. Að vanda verður hátíðin hin glæsilegasta og verður í engu til sparað. Þema kvöldsins verður Óskarsverðlaunahátíðin, sem einmitt var haldin í Hollywood aðfararnótt sl. mánudags. Í gær höfðu um 430 miðar verið seldir á borðhaldið í kvöld, en unnt er að kaupa miða við innganginn á ballið í kvöld.

Eins og fram hefur komið verða þeir „hamborgarabræður“, Simmi og Jói, veislustjórar kvöldsins. Páll Óskar mætir í öllu sínu veldi og heldur uppi fjörinu á dansgólfinu ásamt Tiny og Stony. Á meðan á borðhaldi stendur verður skemmtidagskrá þar sem m.a. verður boðið upp á tónlistaratriði, þar á meðal þrjú efstu sætin í Söngkeppni VMA, einnig kemur fram hljómsveitin For Color Blind People og þá verður sýnt myndband, sem Yggdrasil - Leikfélag VMA - hefur unnið, en þar verða kennarar skólans m.a. sýndir í spéspegli. Flutt verða ávörp og margt fleira.

Sem fyrr segir verður hægt að kaupa miða á dansleikinn að loknu borðhaldi við innganginn í Íþróttahöllinni í kvöld – frá kl. 23, en ballið stendur til kl. 02. Miðaverð fyrir félaga í nemendafélögum VMA og MA kr. 1500 en 2000 kr. fyrir aðra.


Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00