Skólasóknarreglur

Um skólasókn nemenda gilda ţessar reglur: Nemendur skulu sćkja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu. Kennari merkir viđ í upphafi

Skólasóknarreglur


Um skólasókn nemenda gilda þessar reglur:

 1. Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu.
 2. Kennari merkir við í upphafi kennslustundar. Komi nemandi eftir það telst hann koma of seint. Nemandi telst fjarverandi úr kennslustund ef hann kemur eftir að 20 mínútur eru liðnar af kennslustundinni. Sé nemandi fjarverandi hlýtur hann 1 fjarvistarstig. Komi nemandi of seint í kennslustund hlýtur hann ½ fjarvistarstig.
 3. Hámark fjarvistarstiga miðast við vikulegar kennslustundir áfanga (2,5 x vikustundir). Fari nemandi yfir þetta hámark (10 stig í áfanga sem kenndur í 4 stundir á viku og 15 stig í áfanga sem kenndur er í 6 vikustundir) telst hann hættur í áfanganum (fallinn á mætingu).
  Verklegir og próflausir áfangar geta haft aðrar viðmiðunarreglur. Nemendum er gerð grein fyrir þessu í kennsluáætlun áfangans.
 4. Veikindi reiknast ekki til frádráttar á fjarvistarstigum, en undir ákveðnum kringumstæðum er heimilt að taka tillit til þeirra. Það er algerlega á hendi nemenda að koma skýringum á fjarvistum (t.d. vottorðum vegna lengri veikinda) til kennslustjóra.
 5. Skólastjórnendur munu fylgjast með mætingum nemenda og áminna þá sem ekki mæta sem skyldi. Skólinn mun jafnframt hafa samband við foreldra/forráðamenn þeirra nemenda sem ekki eru sjálfráða (16 og 17 ára) fari fjarvistir þeirra úr böndum.
  Fari nemandi yfir hámark fjarvistarstiga mun kennari vísa honum úr áfanga og tilkynna það kennslustjóra.
 6. Nemandi sem fallinn er í áfanga á mætingu getur leitað til kennslustjóra telji hann sig hafa réttmætar ástæður fyrir fjarveru. Ef kennslustjóri tekur skýringar nemanda gildar getur hann, að höfðu samráði við kennara, heimilað nemanda áframhaldandi setu í áfanganum með ströngum skilyrðum.
 7. Undanþága frá þessum reglum er yfirleitt ekki veitt og þá einungis af skólameistara eða aðstoðarskólameistara.

Skólasóknarreglur - Vinnubrögð

Hlutverk kennara

 1. Kennarar eiga að skrá mætingar og fjarvistir í tímum og færa þær skráningar inn í Innu að minnsta kosti einu sinni í viku. Mikilvægt er að það dragist ekki lengi og passað sé uppá að fjarvistir séu skráðar í vikulok.
 2. Kennarar fylgjast með fjarvistum nemenda sinna og áminna nemendur þegar fjarvistir þeirra eru að nálgast það hámark sem skólinn setur (sjá meðfylgjandi viðmiðunarblað).
 3. Kennarar vísa nemendum frá sem eru komnir yfir leyfileg mörk samkvæmt skólasóknarreglum. Nemendum ber þá að hafa samband við kennslustjóra. Kennarar þurfa að láta kennslustjóra vita af þeim nemendum sem þeir vísa frá vegna mætinga.
 4. Kennarar eiga ekki að gefa nemendum leyfi úr tímum. Leyfi eru aðeins veitt af skólameistara og aðstoðarskólameistara og þá skráð í Innu.

Hlutverk skráðs umsjónarkennara

 • Allir nemendur í dagskóla eru skráðir í umsjón. Nýnemar eru í umsjón hjá sérstökum umsjónarkennurum en eldir nemendur hjá brautarstjórum og kennslustjórum.
 • Það er hlutverk umsjónaraðila að fylgjast með mætingum umsjónarnemenda sinna og áminna þá ef þær eru ekki sem skyldi.
 • Ef nemandi er yngri en 18 ára þá er það jafnframt hlutverk umsjónaraðila að hafa samband við heimili ef ástæða er til.

Hlutverk nemenda

 1. Nemendur bera ábyrgð á eigin mætingu. Þeir geta fylgst með stöðu sinni í upplýsingakerfinu Innu og eiga að þekkja þær reglur sem gilda um skólasókn. Þeir bera jafnframt ábyrgð á því að ganga frá sínum málum ef fjarvistir þeirra verða fleiri en heimilt er samkvæmt reglum skólans.
 2. Nýnemum ber að tilkynna veikindi að morgni veikindadags. Upplýsingum um þetta er síðan komið áfram til kennara.
 3. Nemendur sem fá undanþágu frá mætingareglum skrifa undir samkomulag þar sem fram kemur að undanþágan er takmörkuð og að hana eigi aðeins að nota ef brýna nauðsyn beri til. Jafnframt er þar kveðið á um að nemendur beri ábyrgð á því að skila verkefnum á réttum tíma.

Viðbrögð þegar nemandi er kominn yfir hámark fjarvistastiga

 1. Kennslustjóri fer yfir málið með nemenda og skoðar hvort nemandinn getur lagt fram gögn/skýringar um það að allur eða stærstur hluti fjarvista stafi af veikindum eða öðrum óviðráðanlegum ástæðum. Jafnframt er haft samband við heimili ef nemandinn er yngri en 18 ára.
 2. Ef fullnægjandi skýringar liggja fyrir fær nemandinn heimild til áframhaldandi setu í áfanganum með ströngum skilyrðum um mætingar til loka annar. Þessi ákvörðun er tekin í samráði við kennara í áfanganum.
 3. Geti nemandinn ekki lagt fram viðunandi skýringar á fjarvistum sínum er honum boðið að segja sig úr áfanganum. Þiggi hann það ekki fer málið fyrir skólaráð sem vísar nemandanum úr áfanganum.

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00