Námsreglur

REGLUR UM NÁMSFRAMVINDU Eđlileg  tímasókn Ađ jafnađi skal nemandi sem er í fullu námi sćkja: 32 - 40 stundir á viku ef um er ađ rćđa nám međ verulegri

Námsreglur

REGLUR UM NÁMSFRAMVINDU

Eðlileg  tímasókn

Að jafnaði skal nemandi sem er í fullu námi sækja:

 1. 32 - 40 stundir á viku ef um er að ræða nám með verulegri heimavinnu
 2. 36 - 46 stundir á viku ef um er að ræða nám án verulegrar heimavinnu.
 3. Sumar námsbrautir s.s. rafeindavirkjun, rafvélavirkjun, rafvirkjun og vélstjórn 3. stigs eru skipulagðar þannig að meðalnámstími er allt að 48 stundir á viku með töluverðri heimavinnu. Þeir nemendur sem treysta sér ekki til að ljúka svo langri vinnuviku geta fækkað áföngum, en það seinkar óhjákvæmilega brautskráningu.
Fullnægjandi námsárangur
 1. Nemandi í fullu reglulegu námi á að ljúka 16 - 18 einingum á önn (Nemendur í verknámi þurfa að ljúka fleiri einingum til þess að ljúka námi á tilskildum tíma)
 2. Á hverri önn skal nemandi ljúka minnst 9 einingum eða 50% af því námi sem hann er skráður í. Takist þetta ekki telst nemandinn fallinn á önn. Þetta ákvæði gildir ekki um nýnema á sinni fyrstu önn í framhaldsskóla.
 3. Fall á önn þýðir að nemandinn telst fallinn í öllum þeim áföngum sem hann var í á önninni. Þó er heimilt að láta þá áfanga standa þar sem hann hefur fengið einkunnina 7 eða hærra.
 4. Hafi nemandi fallið á tveimur önnum í röð er honum vísað frá skóla og getur hann þá sótt um skólavist ári síðar.
 5. Reglulegt nám til stúdentsprófs skal taka 11 annir mest og reglulegt tveggja ára nám 7 annir mest.

Fall í áfanga þýðir að nemenda ber að endurtaka nám í áfanganum. Nemanda er heimilt að þreyta próf þrívegis í sama áfanganum. Endurtökupróf eru að öllu jöfnu ekki haldin en hægt er að sækja um heimild til endurtöku prófs ef nemendur eru á útskriftarári sínu í skólanum og prófendurtaka er forsenda fyrir útskrift.

Nemendur hafa heimild til að segja sig úr áfanga á fyrstu þremur vikum annarinnar.

Fall vegna mætinga. Falli nemandi úr áfanga vegna slælegra mætinga, eða hverfi frá námi úr áfanganum eftir að þrjár vikur eru liðnar af önninni, skoðast það sem tilraun við áfangann og nemendinn fær einkunnina F (fall), eða falleinkunn byggða á verkefnavinnu nemandans, skráða í námsferil sinn. Sama regla gildir um nemendur sem hætta í áfanga eftir að frestur til úrsagnar er liðinn.

Gjald vegna endurinnritunar í áfanga. Nemendur sem falla þurfa að greiða sérstakt gjald vegna endurinnritunar í áfanga. Gjaldið ræðst af fjölda fallinna eininga og er nú 500 kr. á einingu.

Reglur um undanfara

Ein af meginreglum áfangakerfisins er að nemendur ljúki áföngum tiltekinnar námsgreinar í ákveðinni röð. Í áfangalýsingum er kveðið á um nauðsynlega og æskilega undanfara. Óski nemandi eftir því að vikið sé frá þessum reglum skal hann leggja skriflega beiðni um það fyrir stjórnendur skólans (stjórnendafund) sem úrskurða hvort það skuli heimilað. Þegar slík ákvörðun er tekin skal hafa eftirfarandi í huga:

 • Nemanda skal einungis veitt þessi heimild ef námslokum hans seinkar ella.
 • Nemanda á 1. eða 2. ári er að öllu jöfnu ekki veitt þessi heimild.
 • Hver nemandi fær aðeins einu sinni að sitja undanfara og eftirfara samtímis á námsferli sínum.
 • Hvort undanfari og eftirfari séu kenndir á önninni.

Gerður skal skriflegur samningur milli nemandans og skólameistara þar sem ofangreind atriði eru áréttuð. Þar skal ennfremur koma fram að (1) heimilaðar fjarvistir verði helmingi færri en almennt gildir í viðkomandi áföngum, (2) fall í undanfara eyðileggur sjálfkrafa allan árangur í eftirfara og (3) endurtökupróf í undanfara eru ekki heimiluð (enda er ekki um lokaáfanga greinarinnar að ræða).

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00