Skólareglur

Skólareglum VMA er ćtlađ ađ vera starfsfólki og nemendum til stuđnings og eiga viđ um allt starf í nafni VMA sem unniđ er međ ţátttöku nemenda. Sérstakar

Skólareglur

SkólareglurSkólareglum VMA er ætlað að vera starfsfólki og nemendum til stuðnings og eiga við um allt starf í nafni VMA sem unnið er með þátttöku nemenda. Sérstakar reglur gilda jafnframt um námsframvindu, mætingar, tölvunotkun og próf.

1.Hegðun og ástundun

Þegar nemandi staðfestir umsókn sína um skólavist hefur hann jafnframt samþykkt að fara að þeim reglum sem í skólanum gilda og leitast við að uppfylla þær kröfur sem skólinn gerir til hans um námið.

Í því felst m.a. að hann taki þátt í kennslustundum, komi undirbúinn og skili verkefnum á tilsettum tíma. Ef í ljós kemur að nemandi stundar ekki námið í einstökum áföngum í samræmi við mætingareglur og kennsluáætlun missir hann próftökurétt sinn.

Truflun í kennslustundum af hvaða tagi sem er (tala saman, sinna ekki fyrirmælum kennara, notkun farsíma o.s.frv.) er óheimil og kennari hefur fulla heimild til þess að taka á slíkum málum.

Ef nemandi tekur ekki tillit til athugasemda kennara um slíka hegðun er kennara heimilt að vísa honum úr kennslustund.

Við endurtekin brot og ef brot telst af einhverjum ástæðum alvarlegt, ber kennara að vísa nemanda til skólameistara eða aðstoðarskólameistara.

2. Umgengni

Nemendum ber að ganga vel um húsnæði skólans og lóð.

Þeim ber að fleygja rusli, umbúðum og matarleifum í þar til gerð ílát hvort sem er inni í skólanum eða á lóð hans.

Neysla matar og drykkjar í kennslustofum er óheimil. Þó er vatn á brúsum undanskilið þar sem aðstæður leyfa.

3. Öll tóbaksnotkun er óheimil  í skólanum og á lóð hans.

4. Meðferð áfengis og vímuefna.

Neysla og meðferð áfengis og annarra vímuefna er óheimil í skólanum og hvarvetna þar sem nemendur koma fram í nafni hans.

5.Meðferð á eigum skólans

Nemendum ber að fara vel með þá muni sem þeir fá að láni í tengslum við kennslu eða aðra starfsemi í skólanum. Lán á búnaði skal vera með samþykki kennara eða annarra starfsmanna þegar það á við. Öllum hlutum ber að skila í sama ástandi innan tiltekins tíma.

6. Útgáfa og auglýsingar

Hvers konar bæklinga- net- og blaðaútgáfa á vegum nemenda þarf að fara fram í samráði við félagsmálafulltrúa og/eða skólameistara og lúta lögum um útgáfu og auglýsingar. Það sama gildir um auglýsingar sem hengdar eru upp í skólanum.

7. Viðurlög

Kennarar og aðrir starfsmenn skólans hafa umboð til þess að tilkynna brot til skólameistara eða aðstoðarskólameistara, sem ákveða frekari viðurlög.

Ítrekuð brot og þau sem talist geta alvarleg, hvort sem er í tengslum við umgengni, meðferð á eigum skólans eða agabrot, geta varðað brottvikningu. Sé málið talið það alvarlegt fer það fyrir skólaráð áður en endanleg ákvörðun um viðurlög er tekin.

Brot á almennum hegningarlögum verða kærð til lögreglu.

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00