Áherslur í námi og kennslu

Áherslur varđandi nám og kennslu Leitast er viđ ađ í skólanum sé bođiđ upp á sem fjölbreyttast nám og um leiđ sem fjöbreytilegasta kennsluhćtti. Nám

Áherslur varđandi nám og kennslu

Áherslur varðandi nám og kennslu

Leitast er við að í skólanum sé boðið upp á sem fjölbreyttast nám og um leið sem fjöbreytilegasta kennsluhætti. Nám af svo ólíku tagi sem fram fer í skólanum gerir þær kröfur til hans að unnt sé að laga kennsluhætti að eðli námsins hverju sinni.

Í almennum kennslugreinum eru tíðkaðar aðferðir á borð við fyrirlestra, sýnikennslu, verklega kennslu, tilraunir, munnlegar og skriflegar æfingar, hópvinnu, heimildavinnu, gagnasöfnun á bókasafni og á netinu.

Í auknum mæli nota kennarar og nemendur þá margbreytilegu möguleika sem upplýsingatæknin býður upp á. Er þá bæði um að ræða notkun þess í kennslustundum ellegar utan þeirra þegar nemendur eru látnir vinna sjálfstætt, einir eða í hópum,  ýmiss konar vinnu þar sem netið er notað.

Vettvangsferðir og gagnasöfnun utandyra fer fram í ýmsum kennslugreinum og farið er í ferðir er tengjast náminu. Þá er farið með nemendur á vinnustaði er tengjast námi þeirra bæði í heimsóknir eða til starfsþjálfunar. Í því skyni er áhersla lögð á gott samstarf við atvinnulífið á svæði skólans. Þá er listnámsnemendum beint á listsýningar og viðburði er þeirra námi tengjast.

Lögð er áhersla á að nemendur læri sjálfstæð vinnubrögð en jafnframt að þeir tileinki sér að vinna með öðrum að sameiginlegum markmiðum í náminu.

Stefnt er að því að við skólann starfi kennsluráðgjafi, sem að baki hefur bæði mikla reynslu á sviði kennslu og menntun er lýtur að kennslunni sjálfri, án tillits til kennslugreina því að gert er ráð fyrir því að kennarar ábyrgist sjálfir fagmennsku sína í eigin greinum.

Lögð er áhersla á að námsmat sé sem fjölbreytilegast. Mikilvægt er að unnt sé að meta á sem breiðustum grundvelli framlag nemenda, ástundun og árangur í einstökum námsáföngum. Slíkt er oft best að gera með því að leggja til grundvallar vinnu nemenda í ýmsum myndum. Má í því sambandi nefna próf sem haldin eru úr einstökum þáttum námsins,verkefnavinna nemenda yfir önnina o.s.frv.. Í sumum greinum er viðamikið lokapróf óhjákvæmilegt. Við námsmat í skólanum verður þó alltaf að hafa í huga að matið nái til þekkingar nemenda á flestum eða öllum þeim sviðum sem fram koma í markmiðslýsingu áfangans.

Námsmat þjónar ekki síst þeim tilgangi að upplýsa nemendur o forráðamenn þeirra um stöðu í námi. Í þessum tilgangi sérstaklega er nú framkvæmt miðannarmat í VMA. Á miðri önn er staða nemenda yngri en 18 ára metin og þeim gefin einkunn fyrir hvern einstakan áfanga, A til D. Er matið fært á sérstakt eyðublað sem síðan er sent til foreldra þeirra eða forráðamanna. Einkunnin A: Góð staða, þýðir að nemandinn standi vel að vígi, komi undirbúinn í kennslustundir og stundi námið vel.  B: Þokkaleg staða, þýðir að staða nemandans í námi sé viðunandi en gæti verið betri. Til þess að ná viðkomandi áfanga megi hann ekki slaka á og þurfi helst að bæta sig.  C: Slök staða, þýðir að staða nemandans í áfanganum er ekki góð og þarf hann að taka sig á til ljúka honum á þessari önn.  D: Óviðunandi staða, þýðir að nemandinn hafi stundað námið illa, mæti ekki nægilega vel og geri ekki það sem kennari og kennsluáætlun ætlast til af honum. Lágmarkseinkunn í áfanganum geti nemandi því aðeins náð með því að bæta mætingar og taka sig verulega á í náminu það sem eftir er annarinnar.

Upplýsingatækni

Skólinn hefur verið brautryðjandi á sviði fjarkennslu og af þeim sökum hafa ýmsir starfsmenn hans og kennarar verið framarlega í flokki þeirra sem tileinkað hafa sér upplýsingatækni í kennslu og öðru skólastarfi. Stendur skólinn því framarlega á þessu sviði og hefur tölvu- og tæknivæðst í samræmi við þá hröðu  þróun sem átt hefur sér stað. Lögð hefur verið áhersla á að bæði kennarar og nemendur hafi gott aðgengi að tölvum. Þá hefur skólinn gengist fyrir námskeiðum fyrir kennara í því skyni að þeir séu í stakk búnir til að notfæra sér upplýsingatækni í kennslu sinni og í þágu hennar. Einnig hefur verið lögð áhersla á að námsframboð skólans að þessu leyti sé í samræmi við kröfur tímans.  Nettengdum tölvum og skjávörpum hefur verið komið fyrir í nær öllum stofum skólan.

Þá hefur skólinn á stefnuskrá sinni að allar deildir hans komi sér upp heimasíðu þar sem nemendur nái sambandi við kennara sína, komist yfir námsefni, verkefni og þar fram eftir götunum. Einnig eru kennarar hvattir til að tileinka sér kennsluumhverfi á borð við Blackboard, hvort sem þeir kenna í dagskóla eða fjarkennslu.

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00