Námsframvinda

Námsframvinda Ađ jafnađi skal nemandi sem er í fullu námi sćkja mest: 32 - 40 stundir á viku ef um er ađ rćđa nám međ verulegri heimavinnu 46 stundir á

Námsframvinda

Námsframvinda

Að jafnaði skal nemandi sem er í fullu námi sækja mest:

  1. 32 - 40 stundir á viku ef um er að ræða nám með verulegri heimavinnu
  2. 46 stundir á viku ef um er að ræða nám án heimavinnu.
  3. Sumar námsbrautir s.s. rafeindavirkjun, rafvélavirkjun, rafvirkjun og vélstjórn 3. stigs eru skipulagðar þannig að meðalnámstími er 48 stundir á viku með verulegri heimavinnu. Þeir nemendur sem treysta sér ekki til að ljúka svo langri vinnuviku geta fækkað áföngum, en það seinkar óhjákvæmilega brautskráningu.

Námsmat fer fram í lok hverrar annar og sker úr um það hvort nemandi má halda áfram í greininni. Það getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun deildarfundar. Það getur verið fólgið í einu prófi í lok námsáfanga og/eða samfelldu mati á vinnu nemandans meðan á kennslu stendur eða á lausn sérstakra verkefna.

Í upphafi hverrar annar skal nemendum kynnt í kennsluáætlun tilhögun námsmats í hverjum áfanga. Kennarar meta úrlausnir nemenda í samráði við deildarstjóra.

Einkunnir eru gefnar í heilum tölum frá 1 til 10 og skal hafa eftirfarandi til hliðsjónar um merkingu þeirra. 

Einkunn    Markmið
10 u.þ.b. 95  - 100%
9 - 85  -  94%
8 - 75  -  84%
7 - 65  -  74%
6 - 55  -  64%
5 - 45  -  54%
4 - 35  -  44%
3 - 25  -  34%
2 - 15  -  24%
1 - 0  -  14%

Til að standast próf í áfanga og fá leyfi til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Þó er nemanda heimilt að útskrifast í einum áfanga með einkunnina 4, ef um lokaáfanga er að ræða. Þeir áfangar gefa ekki einingar.

Réttur nemenda til að skoða prófúrlausnir.

Eftir að einkunnir hafa verið birtar nemendum er þeim gefinn kostur á að yfirfara úrlausnir sínar á svonefndum sýnidegi prófa. Ef skekkja kemur fram í mati eða einkunnagjöf skal slíkt leiðrétt. Ef nemandi telur einkunnagjöf kennara ósanngjarna á hann rétt á að vísa málinu til skólameistara. Skólameistari sér þá um að hlutlaus prófdómari meti úrlausn nemandans og skal úrskurður hans gilda.

Fall á önn

Nemandi í reglulegu námi (með 18 einingar eða meira) skal ljúka 9 einingum á önn hið minnsta. Nemandi sem hefur færri einingar í töflu sinni þarf að ljúka a.m.k. helmingi þeirra á önn. Þessi regla nær til heils skólaárs fyrir nýnema á fyrsta ári í reglulegu námi (með 36 einingar eða meira) og þurfa þeir að ljúka 18 einingum á árinu. Séu einingarnar færri en 36 á árinu, þarf hann að ljúka a.m.k. helmingi þeirra. Uppfylli nemandi ekki þessar kröfur um námsárangur telst hann fallinn á önn. Verkmenntaskólanum er ekki skylt að endurinnrita nemanda sem fallið hefur á tveimur önnum í röð. Falli nemandi á önn er heimilt að láta þá áfanga standa þar sem hann hefur fengið einkunnina 7 eða hærra.

Nemanda er heimilt að reyna þrívegis við hvern áfanga. Falli nemandi úr áfanga vegna slælegra mætinga eða hverfi frá honum án úrsagnar, skoðast það sem tilraun við áfangann.

Reglulegt nám til stúdentsprófs skal taka 11 annir mest og reglulegt tveggja ára nám 7 annir mest.

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00