Inntökuskilyrđi

Einkunnir  Almenn skilyrđi er einkunnin 5 í íslensku og

Inntökuskilyrđi

Einkunnir

 Almenn skilyrði er einkunnin 5 í íslensku og stærðfræði.

  Félagsfræðabraut Náttúrufræðibraut Listnámsbraut Hagfræðibraut
Íslenska 6 6 5 5
Stærðfræði 5 6 5 5
Enska 6 5 5  
Náttúrufræði   6    
Samfélagsgr. 6      

 

Almenn inntökuskilyrði

Eftirfarandi reglur gilda um inntöku nemenda í Verkmenntaskólann á Akureyri.

  1. Nemandi, sem lokið hefur námi í grunnskóla eða hlotið aðra jafngilda menntun, á rétt á að hefja nám í Verkmenntaskólanum að fullnægðum kröfum um starfsþjálfun þar sem hennar er krafist.
  2. Umsækjandi sem orðinn er 18 ára getur hafið nám í skólanum þótt hann hafi ekki lokið grunnskólaprófi eða sambærilegu prófi.
  3. Nemendur með lögheimili í sveitarfélögum sem eiga aðild að skólanum hafa að öðru jöfnu forgang um skólavist.
  4. Nemendur sem búa utan þessa svæðis og óska að stunda nám sem ekki er í boði í heimabyggð þeirra hafa jafnan rétt og heimamenn.

Innritunar- og efnisgjöld 

Öllum nemendum skólans ber að greiða innritunargjald og er greiðsla þess forsenda fyrir því að þeir fái að stunda nám við skólann. Innheimta þessara gjalda fer fram í júní fyrir haustönn og í nóvember fyrir vorönn. Greiðslufrestur er 3 vikur, en þá hækkar innritunargjaldið skv. ákvörðun skólanefndar.

Innritunargjald í öldungadeild, fjarkennslu og meistaranám eru með öðrum hætti og þurfa nemendur þar að standa undir þriðjungi kennslukostnaðar.

Nemendur sem stunda nám á verklegum brautum þurfa að auki að greiða efnisgjald, sem miðast við efnisnotkun hverrar brautar. Efnisgjald skal greitt þegar stundatöflur eru afhentar.

Mat á námi úr öðrum skólum 

Ef nemandi flyst á milli skóla, halda þeir áfangar einkunn sinni sem hann flytur með sér, samræmist þeir námskrá Verkmenntaskólans. Aðra áfanga má meta sem valgreinar. Nemandi skal hvorki hagnast né tapa á því að flytja á milli skóla, falli fyrra nám að því námskerfi sem Verkmenntaskólinn býður.

Stöðupróf

Nemendur sem uppfylla eftirfarandi skilyrði, eiga rétt á að ganga undir stöðupróf:

  1. Þeir sem koma erlendis frá. Skiptinemar og aðrir sem hafa verið lengur en 4 mánuði í námi eða á námskeiðum erlendis.
  2. Þeir sem hafa aukið þekkingu sína í tiltekinni námsgrein frá síðasta prófi í greininni og geta ekki sýnt fram á það með öðrum hætti.
  3. Ef liðin eru meira en 10 ár frá því prófið var tekið.
  4. Ef um er að ræða námskeið sem viðtökuskóli telur sér ekki fært að meta.

Stöðupróf eru haldin tvisvar á ári, í janúar og ágúst, í skólum sem Menntamálaráðuneytið velur. Nemandi sem óskar eftir því að fá stöðu sína metna í tiltekinni námsgrein, skal sækja um það til áfangastjóra.


Kynningarefni á glærum

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00