Fjarnám

Fjarnám Öll kennsla í fjarnámsdeild Verkmenntaskólans á Akureyri fer fram međ tölvusamskiptum. Hiđ sama gildir um skil nemenda á úrlausnum og önnur

Fjarnám

Fjarnám

Öll kennsla í fjarnámsdeild Verkmenntaskólans á Akureyri fer fram með tölvusamskiptum. Hið sama gildir um skil nemenda á úrlausnum og önnur samskipti kennara og nemenda. Því verða nemendur að hafa aðgang að tölvu, sem er tengd um mótald við símakerfið. Einnig verða þeir að hafa netfang hjá þjónustuaðila, sem veitir þeim tengingu við tölvusamskiptakerfið internet.

Í fjarnámsdeild er unnt að stunda bóklegt nám til lokaprófs á þeim brautum skólans, sem ná til stúdentsprófs. Stefnt er að námsframboði á öðrum brautum og er þegar boðið upp á nokkrar greinar.

Nám í fjarnámsbraut er skipulagt með fullri hliðsjón af almennu námi við skólann. Áfangar eru almennir framhaldsskólaáfangar, námsefni það sama eða að fullu hliðstætt, yfirferð hin sama og kröfur um árangur einnig. Námið er skipulagt í önnum, sem falla að önnum hins almenna framhaldsskóla og próf tekin á sama tíma og í t.d. dagskóla.

Í fjarnámsdeild er gert ráð fyrir reglulegum skilum á úrlausnum verkefna. Almennt er gert ráð fyrir vikulegum skilum. Í námi sínu hafa nemendur að öðru leyti frjálsar hendur um vinnutíma sinn, enda er þessu námsframboði ætlað að þjóna þeim nemendum, sem ekki hafa tök á því að sækja almennan skóla eða kvöldskóla vegna kringumstæðna sinna.

Fjarnámsdeild hefur sinn eigin vef: http://www.vma.is/fjarkennsla.

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Hringteig 2
600 Akureyri
Sími 464 0300 / Fax 464 0301
Kt. 531083-0759
vma@vma.is

Skrifstofa VMA
er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00