Fara í efni

Framhaldsskoli.is opinn VMA-nemum

Framhaldsskoli.is er opinn VMA-nemum í skólanum.
Framhaldsskoli.is er opinn VMA-nemum í skólanum.

Nýlega fór í loftið vefurinn Framhaldsskoli.is sem er ætlaður nemendum á framhaldsskólastigi og er þar boðið upp á stuðning við valdar kennslubækur og áfanga í framhaldsskólum. Stuðningurinn er annars vegar tengdur völdum kennslubókum og/eða sértækum vefsíðum sem nýtast nemendum með beinum eða óbeinum hætti. VMA hefur nú gerst áskrifandi að vefnum sem þýðir að nemendur skólans geta farið inn á þennan vef innan veggja skólans (þ.e. í gegnum net skólans)og nýtt sér það sem þar er í boði án endurgjalds í gegnum IP-tölur sínar.

Á vefnum er ýmislegt áhugavert að skoða. Þar eru glósur, flettispjöld, rafbækur, hljóðbækur og gagnvirkar þjálfunarspurningar. Þá er þar að finna stærðfræðiskýringar á myndbandi, skýringar á öllum helstu málfræði- og bókmenntahugtökum, sögur í íslensku og ensku með skýringum og upplestri o.fl.  

Að sögn þeirra sem að vefsíðunni standa verður hún þróuð áfram og bætt jöfnun höndum inn á hana efni.