Fara í efni

VIÐBÓTARNÁM TIL VÉLSTJÓRNARRÉTTINDA

VMA býður upp á viðbótarnám til SSV 24 m vélstjórnarréttinda. Kennt er fjórar helgar -  17. apríl til 9. maí -  föstudaga og laugardaga - og hefst námskeiðið því nk. föstudag, 17. apríl, kl. 13.

Í þessu námi geta þeir sem hafa lokið vélgæslunámskeiði SSV 750kW bætt við sig einingum í vélstjórnargreinum (rafmagnsfræði, vélstjórn og kælitækni). Að því loknu og eftir fjögurra mánaða siglingatíma sem vélavörður er hægt að sækja um aukin SSV réttindi (skírteini VVY – vélavörður) til Samgöngustofu.

Nánari upplýsingar um námið veitir Baldvin Ringsted, kennslustjóri tæknisviðs VMA.

Skráning fer fram á skrifstofu VMA, sími 464 0300. Verð námskeiðisins er kr. 115.000.